Óþolandi ástand í löggæslumálum.

Sú umræða sem fer fram í fjölmiðlum þessa dagana er slæm. Löggæslan virðist stórlega svelt og lögreglumenn eru allt of fáir. Ég eiginlega hrökk við þegar ég heyrði að ekki væru ráðnir sumarafleysingamenn til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Umræðan um hverfisgæslu öryggisfyrirtækja er líka áhyggjuefni.

Allir sem vilja viðurkenna það vita að öryggisverðir frá Securitas eða öðrum slíkum koma alls ekki í stað löggæslu og lögreglumanna. Það er einfaldlega ekki staða þeirra samkvæmt lögum. Allt eins mættir greiða stjórnum hverfisnefnda þóknum yfir að horfa yfir svæðið með reglulegum hætti. Illa launaðir og lítt þjálfaðir starfsmenn fyrirtækja í þeim bransa eru falskt öryggi enda hafa þeir ekki neina þjálfun í slíkum störfum og fælingarmáttur þeirra lítill.

Nú bætist við að landhelgisgæslan virðist enn vera komin að hungurmörkum og starfssemin í skötulíki. Það er lítið gagn að fjölga þyrlum ef þær standa upp á punt í skýlum. Þetta er Björn Bjarnason í hnotskurn. Blekkingar og falskur veruleiki. Aðeins þarf að horfa á svör hans þegar hann er spurður um löggæslu á Akureyri. Hún er undirmönnuð og þessir fjórir sérsveitarmann sem dómsmálaráðherra vitnar ævinlega til þegar að honum er sótt eru ekki að virka sem slíkir fyrir Akureyringa og að hluta blekking. Hér eru lögreglumenn allt of fáir og talan er nánast sú sama og í lok áttunda áratugarins.

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna á Akureyri, Hjalti Jón Sveinsson tekur þetta mál fyrir í Vikudegi í gær og nokkuð ljóst er, að dómsmálaráðherra kemst ekki upp með útúrsnúninga sína og blekkingar mikið lengur. Borgararnir gera kröfu um öryggi og löggæslu. Það er að verða alvarlegt umhugsunarefni hvort löggæslu og fjármuni eigi ekki að flytja til sveitarfélaganna því nokkuð ljóst er að dómsmálaráðuneyti og ráðherra þess er með höfuðið í sandi.....og það djúpt.


mbl.is „Farið að hrikta í“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá er spurningin hvort BB hafi húmor fyrir grein HJS  kv úr Rvik

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 10:58

2 identicon

Þetta er eins og allt annað hjá stjórnmálamönnum. Það virðist vera mikilvægara að komast í öryggisráðið, sólunda fjármagni út um allan heim í sendiráð og annan ósóma. Ég tel að stjórnmálamenn eiga að líta sér nær og tryggja öryggi heima fyrir fyrst. Uppræta svo spillingu heima fyrir áður en við gagnrýnum erlenda stjórnmálamenn. Stundum skammast ég mín að hafa þessi "andlit" á skjánum. Minnir mig svolítið á Mugabe!

Hafsteinn E. Jakobsson (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 11:20

3 identicon

Synir Ingólfs og þrælar hans
 
Fyrir mörgum árum, löngu áður en  ég fæddist, flutu súlur Ingólfs Arnarsonar upp á land það sem við köllum Ísland.
Ingólfur þessi var norskur flóttamaður, sem flúið hafði skattaálagningu Harald hins hárfagra og ofríki hans. Ingólfur var reiður og bitur útí landsmenn sína, Norðmennina, og lofaði bæði sálfum sér og fólki sínu (les þrælum sínum) að innan lengi mundu þeir halda aftur til Noregs og ná aftur löndum sínum og lóðum.
 
Er til Íslands var komið bjuggu þrælar Ingólfs honum smekklegan bústað á mjög góðum stað í Reykjavík. Er því verki var lokið, fengu þrælar hans að grafa sér holu í landnámi þessa manns og fluttu svo niður í holur sínar eins og hverjar aðrar moldvörpur.
 
Ekki þorðu þeir að mótmæla þessum högum sínum, en ekki var ánægja þeirra mikil. Ingólfur hafði lofað þeim gulli og grænum skógum, ef þeir kæmu með honum til Íslands, en hafði auðvitað aldrei ætlað sér að halda það loforð!
 
Ef einhverjum þessara þræla tókst að ná tali af Ingólfi og spurja hann hvort ekki væri tími til kominn að bæta kjör þrælanna, kom á Ingólf hundshaus og hneitti hann þá í þetta fólk sitt (hann átti þessa þræla!), að þeir gætu bara hypjað sig til fjandans, ef þeir væru ekki ánægðir með hlutskipti sín!
Þetta þótti þrælunum leitt enda erfitt fyrir þá að komast frá landinu, og fargjöld há eins og nú.
Því varð það svo, að upp uxu tvær þjóðir á þessu landi, sem ekkert áttu sameiginlegt.
 
Synir Ingólfs komu sér vel fyrir, fengu kvóta og lönd góð, en þrælarnir? Þeir fengu að flytja upp úr holunum og inn í smá hreiðurkassa uppi í Breiðholtinu.
 
En þó svo að þeir fengju leyfi til að búa í þessum litlu kössum, komu synir Ingólfs því svo fyrir að þeir skyldu borga offjár fyrir þessar svokölluðu íbúðir, enda verð á lóðum niður við sjó og úti við sundin að rjúka upp úr öllu veldi.
 
Ekki var ástandið betra út á landi. Á Akureyri, þaðan sem ég er uppruninn, var mikill munur á fólki. Og ekki nóg með það, að ef synir Helga magra, eins og þeir kallast fyrir norðan, gerðu þrælana með barni, var það hið versta mál. Þessi lausaleiks börn, sem svo voru kölluð, voru litin hornaugum. Mikli skömm og sektarkennd fylgdu þessu fólki, sem varð fyrir barðinu á greddu sona Helga magra.
Ekki kom þetta þó illa við þessa syni hans, sem þurftu ekki einu sinni að borga með  þessum krógum sínum.
 
Ég þekki vel til þessa, því ég var hluti af þessum vonda pakka. Langi afi minn hafði litið langömmu mína hýru auga, og það varð til þess að hún fæddi barn þeirra.
 
Ekki var nein brú eða samskipti á milli þessara ættmenna minna. Til dæmis um þetta fór ég, 6 ára snáðinn, á fund langafa míns til að tilkynna honum frændsemina. Langafi var afar ríkur kall á Akureyri og átti stóra verslun í bænum.
Hann horfði á mig tómeygður og sagði" Jæja! Skilaðu kveðju til ömmu þinnar".
 
Þá skildi ég, í fyrsta skipti, að það var munur á mönnum á Íslandi!
Sumir voru eitthvað, en aðrir voru einskis verðir. Voru bara þarna af því að Ingólfur og Helgi og allir aðalsmennirnir þurftu stundum á þessu fólki að halda.
 
 
Stundum gerðist það að þrælarnir fór að finna fyrir innra sársauka. En þá fundu menn þá lausn að gefa þrælunum meðal á flösku; meðal sem þeir kölluðu Svarta Dauða.  Var þetta lyf svo gott, að menn drápust ekki af því strax, en dofnuðu svo mikið, að þeir fundu ekki til. Tilfinningar þeirra lömuðust eða dóu hreinlega út. Þeir urðu að vélmennum sem gátu unnið tímunum saman við að salta síld eða byggja hús handa aðalsmönnunum sem áttu landið.
 
Sumir þrælanna urðu svo slæmir af þessu ástandi, að þeim var vísað úr landi og áttu aldreigi afturkomu auðið.
Ég er einn af þessum íslensku flóttamönnum, sem hraktist úr landi  fyrir nær 30 árum. Það er því kraftaverki líkast að ég ekki drapst af þessum ferðalögum.
Hér í þessu landi, Danmörku. liggja fleiri hundruð landsmanna minna í hinni menguðu dönsku mold.
Sumir hverjir náskyldir mér!
 
Eftir að Internetið náði okkur, höfum við, þrælar Ingólfs og Helga  fengið að fylgjast með málum þarna heima.
Í dag, 18.7.08, les ég svo í Mogganum að nú sé verið að svelta bæði lögreglu og Landhelgisgæslu, því nú sé farið að harðna á dalnum. Synir Ingólf vilja ekki vera að nota "almannafé" í svona óþarfa fyrirbæri eins og Landhelgisgæslu, björgunarþyrlur og löggæslu.
 
Þetta hefur alltaf verð svona, að ef sonunum þykir að þá vanti fé eða að sé farið að minnka í sjóðum þeirra, sem þeir hafa stolið frá almenningi, byrja þeir að skera niður á hlutum, sem er þrælunum til góðs.
 
Því er mitt ráð til þræla Ingólf. Takið yfir stjórinni og gefið sonum Ingólfs miða heim til Noregs.
One Way!
 
Annar möguleiki væri að fá Norðmenn til að hjálpa ykkur. Norðmenn eiga fullt af peningum sem þeir geyma í digrum sjóðum, og ættu því að geta hjálpað ykkur með eina eða tvær þyrlur.
 
Þriðji möguleikinn er að flytja sjálfir landi. Hér á Norðurlöndum vantar mikið af starfsfólki og þið hafið réttan lit húðarinnar!
Hér, eins og á Íslandi, viljum við ekki fólk sem er með allt annan litarhátt!
 
Eins væri mögulegt að flytja aftur til Írland, þar sem búa fjöldinn allur af forfeðrum okkar.
Þá gætu synir Ingólf flutt inn nýja þræla í gámum og farið að kenna gamla fólkinu, sem enginn nennir að passa, kínversku eða annað það tungumál sem gæti komið þeim að gagni.
 
Að lokum:
Ágætu þrælar og landsmenn mínir! Ætlið þið að búa við þetta ástand næstu þúsund árin?
 
Pálmi Benediktsson
Þræll og flóttamaður frá Íslandi

Pálmi Benediktsson (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 13:24

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Jón

Öryggisfyrirtæki hefur séð um hverfagæslu á Seltjarnarnesi í nokkur ár og eru allir aðilar mjög sáttir við þetta.
Það hefur enginn verið að tala um að öryggisfyrirtæki sem taki að sér hverfagæslu í bæjarfélagi sé að koma í staðinn fyrir lögreglu.
Ef það er svo að lögreglan er fjársvelt er það mjög alvarlegt mál og verður að leysa strax.

Miðað við skrif þín um þjálfun öryggisvarða þá veit ég að þú veist ekkert um þau mál.

Þraugsýni oddvita sf í kópavogi fyrir hverfagæslu kom mér í sjálfu sér ekki á óvart.

Óðinn Þórisson, 18.7.2008 kl. 18:21

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég veit hvernig þjálfun mágur minn fékk þegar hann hóf störf við þetta..... nákvælega enga

Jón Ingi Cæsarsson, 18.7.2008 kl. 18:43

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óðinn...Seltjarnarnes er lélegt dæmi um meðalástand í kaupstað. Pínulítill bær á þröngu svæði... Seltjarnarnes er eins og friðsællt sveitaþorp úti á landi miðað við svæði í Reykjavík og í stærri bæjum... ertu kannski að líkja Seltjarnarnesi með sína fáu íbúa við Kópavog með 30.000 og Hafnarfjörð með 25.000 ? Það væri lítið mál að ráða öryggisverði til starfa á Raufarhöfn og Eskifirði...þar eru rólegheit og auðvelt að fylgjast með...jafnvel fyrir lítt þjálfaða öryggisverði....

Löggælan sveltur og framhjá því komist þið ekki sjallar þó svo þið farið í spor strútsins.

Jón Ingi Cæsarsson, 18.7.2008 kl. 18:48

7 Smámynd: Skaz

Það vantar aðeins inn í þessa umræðu hversu vel stæður Ríkislögreglustjóri er og að alltaf virðist vera hægt að setja á fót nýjar deildir og færa verkefni til hans.

Eins og ég skildi stofnun Ríkislögreglustjóra embættisins þá átti það að spara pening og að vera verulega lítið apparat sem átti að samhæfa hin ýmsu svið löggæzlunnar. En það er heldur betur búið að blása út. Sérsveit, rannsóknardeildir sem taka stundum fyrir hendurnar á öðrum rannsóknardeildum lögreglunnar og ríkisstofnanna. Og mikið af fólki sem er í Milliliðastörfum og flækir málin oftar en ekki með því að brengla upplýsingar. 

Og það að Ríkislögreglustjóri eigi allar lögreglubifreiðar og rukki embættin fyrir hvern ekinn km er fáránlegt og er ekki til þess að ýta undir sýnileika lögreglunnar.

Annað er um Landheldisgæzluna er það að Björn hefur aldrei fengið mikinn stífleika af sjóorrustum. Þyrlur dýr leikföng og hann fær ekki að nýta þær fyrir sig sjálfann. Plús það að hann er búinn að hirða allt fjármagn af gæzlunni fyrir Ríkislöggunna.

Jamm það er þjóðþurftarmál að losna við BB og Ríkislögreglustjóra og fara í massívar lagfæringar eftir löggu og bófa leikinn þeirra... 

Skaz, 18.7.2008 kl. 19:19

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Pálmi.. Ég er að koma  búinn að gefast upp á þessu landi enn eina ferðina.. 

Óskar Þorkelsson, 18.7.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 818136

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband