Fær sanngjarna málsmeðferð.

Afskipti utanríkisráðherra og varaformanns allsherjarnefndar tryggir vonandi að Paul Ramses fái sanngjarna og mannlega málsmeðferð. Mál hans var afgreitt eftir formúlu möppudýranna, unnið eftir þrengstu túlkun sem hægt var að finna í verkefninu.

Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart, fram að þess hafa öll mál af svipuðum toga fengið svipaða afgreiðslu, lagagreinum og reglum veifað en ekkert hugað að mannlegum þáttum og tengingum mála. Auðvitað geta ekki allir fengið landvistarleyfi og mál eru misjöfn. Í þessu máli segir flest þokkalega hugsandi mönnum að doka eigi við og skoða mál. Hér á hlut að máli lítil fjölskylda, nýfætt barn og maður sem unnið hefur fyrir alþjóðasamtök að mannréttindamálum.

Þetta er sá flötur sem ég tel að utanríkisráðherra og varaformaður allsherjarnefndar séu að tala um þegar kallað er á réttlæti og skoðun mála.

Kannski eru menn að hafa Björn Bjarnason fyrir rangri sök, hann vildi ekkert illt með þessu, hann er bara svoddan möppudýr eins og embættismennirnir sem unnu þetta mál í blindu myrkri laga og reglna.


mbl.is Vill að dómsmálaráðherra endurskoði ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er rosalega ánægð með Samfylkingarfólk hvernig það er að taka á þessu máli!

Ása (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 22:21

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég á enn eftir að sjá einn samfylkingarmann standa upp og hrópa: Þetta er óréttlæti, lögum þetta undireins !.. þá  er ég að sjálfsögðu að tala um þá Samfylkingarmenn sem eru í ríkisstjórn og fylkingarbrjósti þessa flokks... 

Það sem ISG hefur gert er að biðja og vona að itölsk stjórnvöld sýni honum þá miskunn sem íslendingar gerðu ekki... ekkert smá veikt.  

Óskar Þorkelsson, 8.7.2008 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband