27.6.2008 | 07:20
Nýr leiðtogi breytir engu.
Reykjavíkurvígi Sjálfstæðisflokksins virðist fallið saman. Nýr leiðtogi tók við þegar könnunin var hálfnuð en hún stóð frá 2. júní til 22. júní. Maður hefði haldið að við þá umræðu og breytingu hefði Sjálfstæðisflokkurinn tekið kipp upp á við.
En að Sjallar mælist með 27 % þýðir að ef inni í því sé kippur uppávið hafa þeir verið komnir verulega neðarlega.
Þó held ég að Hanna Birna sem nýr leiðtogi breyti litlu ef þá nokkru. Hún er hluti af því mistakateymi sem kom flokknum í þessa stöðu og ber á því fulla ábyrgð. Ég held að vera hennar í oddvitastóli breyti engu hvað varðar fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Borgarstjórnarflokkurinn gerði langt upp á bak og það næst ekki af þó reynt sé að hnýta bleikar slaufur yfir það sem þangað fór.
Samfylkingin og Dagur B eru á bullandi flugi og það sýnir best hversu mikla virðingu Dagur hefur fengið fyrir störf sín sem borgarstjóri í þessa 100 daga sem það stóð. Ég held satt að segja að Reykvíkingar og stjórnmálamenn í Reykjavík ættu að skoða þessa stöðu, og endurskoða .... þó ekki væri nema af virðingu við borgarbúa.
Samfylkingin fengi meirihluta í borgarstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yfirlýsing dbg fyrir kosningar að hafna alfarið samstarfi við sjálfstæðisflokkinn á þessu kjörtímabili setti í raun 6% og 10% mennina í oddaaðstöðu. Það er enginn möguleiki að mynda annan meirihluta á þessu kjörtímabili. Ef þú telur að svo sé hefði ég gaman að heyra þína tillögu.
Óðinn Þórisson, 27.6.2008 kl. 19:29
Bara snilld að setja Ólaf doktor í oddaaðstöðu. Þetta gerir tvennt: Fer langt með að þurrka út "frjálslynda" fylgið í Reykjavík. Kemur sjálfstæðisflokkunum niður fyrir 30 prósentin.
Það var sjálfstæðisflokkurinn, en ekki einhver annar sem bauð 10 prósent manninum borgarstjórastólinn. Þarf ekki að reyna að kenna Degi um það.
Jón Halldór Guðmundsson, 28.6.2008 kl. 00:53
Ég reikna varla með að Ólafur hafi áhuga á að sitja áfram þegar borgarstjóratímabili hans lýkur eftir nokkra mánuði... þá fer hann í veikindaleyfi út kjörtímabilið og nýr og starfhæfur meirihluti verður myndaður án Sjálfstæðisborgarfulltrúanna misheppnuðu..... er þetta ekki góð tillaga ??
Jón Ingi Cæsarsson, 28.6.2008 kl. 01:34
Ég held að það væri ekki góð lausn að borgarfulltrúar sf komi að aftur að stjórn borgarinnar á þessu kjörtímabili.
Þeir fengu sína 100 daga, tókst ekki einu sinni að gera málefnasamning.
100 daga meirihlutinn sprakk í loft upp vegna þess að MS samdi gjörsamlega af sér og það var hin raunvörulega ástæða að þegar ÓFM kemur aftur til starfa þá voru stefnumál F-listans hvergi á dagskrá enda hafði hún löngu yfirgefið öll stefnumál F-listans og var eingöngu að leita að stól fyrir sig.
Kanski má segja með þessa skoðanakönnun sf að sf er að toppa á kolvitlausum tíma, kosningar eru ekki fyrr en eftir um 2.ár.
Óðinn Þórisson, 28.6.2008 kl. 09:55
Meirihluti borgarbúa eru ósammála þér...
Jón Ingi Cæsarsson, 28.6.2008 kl. 13:23
Meirihluti borgarbúa kaus þessa 2 flokka í síðustu kosningum svo sjáum við til eftir 2 ár hvaða dóm fólk fellur þá en til hamingju með að vinna skoðanakönnun borgaða af ykkur sjálfum.
Óðinn Þórisson, 29.6.2008 kl. 10:32
ERt þú að halda því fram að Félagsvísindastofnun falsi niðurstöður Óðinn....þetta var dapurt innlegg. Fólk kaus borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins fyrir tveimur árum af því það vissi ekki hvað beið handan hornsins....nú hefur komið í ljós fullkomin vanhæfni þeirra til stjórnunar.
Jón Ingi Cæsarsson, 29.6.2008 kl. 14:47
Hvernig voru spurningar orðaðar ?
Óðinn Þórisson, 29.6.2008 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.