Ár valdabaráttu framundan.

Þrjú gefa kost á sér til borgarstjóra. Hér birtist í lítilli frétt ástæður þess m.a. hvers vegna allt er í klessu hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Valdabarátta, valdarbarátta og aftur valdabarátta. Oddvitinn Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson situr áfram sem oddviti vegna þessa að milli þeirra sem starfa með honum í borgarstjórnarflokknum er hatröm valdabarátta.

Búið er að endurvekja prófkjörið frá því fyrir tveimur árum og það mun standa í heilt ár. Það verður örugglega illstarfandi í borgarstjórnarhópnum þetta ár því fólk hefur lýst því yfir að framundan séu átök um völd og frama.

Og hvað líður fyrir þessa valdabaráttu ? Stjórn borgarinnar og þar með Reykvíkingar eru settir til hliðar sem aukaatriði og hugur og orka þessa fólks mun fara í það næsta árið að leggja inn svo það geti sigrað félaga sína og samstarfsmenn í baráttu um völd. Það segir sig sjálft hvernig starf það verður.

Auk þess býr Reykjavík við pólitískt veikan borgarstjóra sem seint mun verða nokkur leiðtogi enda einagraður og rúinn trausti. Það er dapurt ár framundan við stjórn Reykjavíkurborgar.


mbl.is Þrjú gefa kost á sér í borgarstjóraembættið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum farnir að blogga nánast samhliða kæri vin. Virkisvetur í Reykjavík.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 08:43

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Af hverju í fjandanum er þetta fólk að spá í að taka við af honum ef hann hitt eða þetta? veit ekki betur en að þau segist styðja hann 100%, ef svo er standa þau þá ekki bara áfram í skugganum af honum þegar hann tekur við sem borgarstjóri? það hlýtur að vera þau styðja hann 100% ekki satt?

Páll Jóhannesson, 25.2.2008 kl. 17:02

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Í umræðunum um þessi mál „Flokks sjálfstæðra vandræða“ minntist einn málmetandi að það væru hagsmunir „Flokksins“ að þessi vandræði leystust sem fyrst. Ýmsir hváðu: Hvað með hagsmuni Reykvíkinga? Hvað með hagsmuni þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu? Hvað með hagsmuni allra Íslendinga? Eru hagsmunir „Flokksins“ hafnir yfir hagsmuni þjóðarinnar?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 26.2.2008 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband