28.1.2008 | 15:43
Er Mogginn flokkssnepill ?
Mikil umræða hefur spunnist um Morgunblaðið, gæði þess og trúverðugleika. Ég tek undir það að leiðaraskrif og staksteinar blaðsins hafa verið órökstudd og rætin skrif um menn og málefni. Dylgjur blaðisins í garð ákveðinna stjórmálaflokka og manna honum tengdum er út úr öllu korti og eru þeim sem svona skrifar til skammar.
En ritstjóranum gengur ýmislegt til. Hann er í fyrsta lagi að verja Sjálfstæðisflokkinn. Hann og blaðamaðurinn Agnes Bragadóttir er sérstakir varðhundar aflanna í Valhöll og fara ekki leynt með það. Það er eiginlega kátlegt þegar Mogginn siðan reynir að halda því fram að hann sé óháður og beri að taka alvarlega sem slikan.
Mogginn er auðvitað fínasta blað að flestu leiti. Vandað efni, góðar fréttir og fljótir að bregðast við tíðindum í núinu. En vandmál blaðsins er Sjálfstæðisflokkurinn og þjónar hans inni á ritstjórn og fréttastofu. Það eru kannski tveir þrír menn og konur sem eru að spilla ásýnd og trúverðugleika þessa blaðs með gamaldags skrifum og rætnum, ómálefnalegum dylgjum. DV var legið á hálsi fyrir slíka fréttamennsku og þessi hluti Moggans stendur því ekki að baki.
Sem betur fer virðist hinn geðvondi og ómálefnalegi ritstjóri að komast á tíma og skammt í starfslok. Hann hefur einhvernveginn setið eftir í kaldastíðsgírnum og verður að athlægi flesta daga. Ég var á fundi um daginn þar sem þessi tilþrif ritstjórans voru kölluð "starfslokakvíði " og það má vera að svo sé. Starfslokakvíði er þekkt vandamál en hægt að leita sér hjálpar við slíkt eins og td flughræðslu og kongulóafóbíu.
Niðurstaða mín er að Mogginn sem slíkur sé ekki flokkssnepill en líður fyrir óvönduð og gamaldags vinnubrögð örfárra starfsmanna.
Að lokum er hér linkur á frábæra grein um sama efni en miklu betri.
http://finnurvilhjalmsson.blogspot.com/2008/01/styrmir-br-til-strmann.html
Segir Morgunblaðið hafa gert Ólaf að vígvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mogginn hefur alltaf verið flokkstrúr.
Óskar Þorkelsson, 28.1.2008 kl. 17:04
,,Er Mogginn flokksnepill?" lesið Staksteina daglega í eina viku og þessari spurningu er ekki hægt að svar öðru vísi en með Já, nema maður sé ólæs.
Páll Jóhannesson, 28.1.2008 kl. 17:30
Síðan hvenær hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið annað en málgagn íhaldsins ? í denntíð var þetta miklu skárra því gáfu flokkanir sig út fyrir að vera bundnir ákveðnum stjórnmálaflokkum. Nú á dögum er það loðnara en undir niðri veit hver lifandi maður Mogginn er ekkertt annað en "flokkstepill íhaldsins".
Brynjar Jóhannsson, 28.1.2008 kl. 17:38
Það hlýtur því að vera sjálfspíning að fá Morgunblaðið inn um lúguna á hverjum degi. Lúa(u)legt blað.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 18:20
Salan hefur minnkað og má búast við að hún verði enn minni eftir svona afhæfi. Það er spurning hvers vegna allmenningur eyðir peningum í svona gæðablað..................er það vaninn................?
ee (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.