Umferðarmál og aðgerðir.

Skipulagsnefndin þar sem ég er formaður hefur verið að velta fyrir sér umferðarmálum norður úr bænum. Allir sem til þekkja vita af þeim mikla vanda sem Hörgárbrautin...Þjóðvegur 1 í þéttbýli skapar íbúum í Holtahverfi. Hverfið er umlukt götum sem á er mikil þungaumferð og löngu tímabært að huga að þeim málum á svæðinu. Umferð um Krossanesbraut austan hverfisins er líka sívaxandi.

Eftir að strandsiglingar hættu hefur umferð gríðarlega þungra flutningabíla aukist stórlega. Leiðir þessara bíla til og frá bænum eru nokkuð tilviljanakenndar og valkostir fyrir bílstjóranna nokkrir.

Hörgárbrautin er stóri vandinn þarna og ekki verður komist hjá því að taka á þeim vanda með einhverjum hætti. Talað hefur verið um undirgöng og sumir hafa nefnt brú... sem er varla kostur í norðlensku vetrarveðurfari. Hvað sem því líður hefur nú verið stigið það skref að leita leiða til að leysa þennan vanda á varanlegan hátt. Á síðasta fundi skipulagsnefndar fyrir jól var eftirfarandi bókun gerð.

.  Krossanesbraut, Undirhlíð. Umferðarmál.
SN070140
Formaður skipulagsnefndar leggur til að umferð á og við Krossanesbraut og Undirhlíð verði tekin til skoðunar með mögulegri stýringu eins og gert var á Mýrarvegi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að koma umferð norður úr bænum í heildarskoðun. Hugað skal að leiðum þungaflutninga og leiðum gangandi. Þær leiðir sem skoða skal eru Hörgárbraut - Tryggvabraut - Krossanesbraut - Óðinsnes - Laufásgata - Undirhlíð og Hlíðarbraut. Hafa skal samráð við Vegagerðina og framkvæmdaráð.

Vonandi finna menn góðar lausnir á þessum vanda sem er sannarlega þarf að finna á lausnir. Hvort niðurstaðan leiði til undirganga á fleiri en einum stað á þessu svæði verður að koma í ljós. Þennan vanda verður að leysa og ekki er hægt að láta þessi mál bíða öllu lengur enda er umferð á þessu svæði komin á efri mörk þess sem þolandi er miðað við óbreyttar aðstæður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Gott mál! en vonandi ná menn að vinna þetta hraðar en gert er í borginni varðandi Sundabrautina.

Páll Jóhannesson, 27.12.2007 kl. 12:25

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég get lofað akureyringum því að þeir fái úrlausn sinna mála fyrr en reykjavík.

Óskar Þorkelsson, 27.12.2007 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818113

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband