Styðjum björgunarsveitirnar.

Nú eru áramótin framundan. Ein helsta fjáröflun björgunarsveitana er flugeldasala. Björgunarsveitirnar nota síðan þá fjármuni sem þær hafa upp úr krafsinu til að fjármagna tækjakaup og starfssemi sveitanna. Þær gegna lykilhlutverki í þjóðfélaginu og félagsmenn vinna þúsundir vinnustunda í sjálfboðavinnu við að gæta borgaranna og eigna þeirra. Skemmst er að minnast óveðurskaflans fyrir skömmu þegar sveitirnar stóðu vaktina sólarhringum saman.

Það hefur færst í aukana undanfarin ár að einstaklingar og fyrirtæki hafa sótt í auknum mæli inn á þennan markað og sumir hafa meira að segja reynt að undirbjóða björgunarsveitirnar og því miður oft með vörum sem standast síður gæðakröfur sem verður að gera til slíkst varnings. Eiginlega er ég svolítið hissa á mönnum sem reyna að hafa viðskipti af björgunarsveitunum í krafti fjármagns og viðskipta.

En þetta er land frjálsrar samkeppni og varla hægt að fara fram á að menn sýni samfélagslegt siðferði og láti björgunarsveitunum eftir þennan markað. Til þess er gróðavonin of sterk.

Það sem við getum gert, landsmenn, sem njótum þjónustu björgunarsveitanna jafnt að nóttu sem degi, alltaf þegar á þarf að halda, er að beina viðskiptum okkar þangað.

Ég hef alltaf skilyrt fjárframlög til barnanna minna með því að þau versli við björgunarsveitina Súlur á Akureyri. Það eiginlega þurfti ég  þess ekki því þau hafa verið mjög meðvituð um hvar fjármunum til þessarra hluta er best varið.

Mín einlæg ósk er að menn hugi að því hvar flugeldar eru keyptir og minnist þess hversu mikilvægar björgunarsveitir landsins eru okkur öllum.


mbl.is Hörð samkeppni í flugeldasölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband