9.11.2007 | 19:40
Stefnubreyting - mjög gott mál
Þar er komið að því. Slegið er á gengdarlausa uppbyggingu álvera á Íslandi. Það er ekki langt síðan nokkur slík stykki voru á dagskrá á Reykjanesi og á Suðurlandi. Nú er ljóst að af því verður ekki. Samfylkingin hefur talað fyrir breytingu á stefnu Landsvirkjunar í orkusölu og nú hefur orðið af því. Þess í stað á að beina sjónum að öðrum valkostum í uppbyggingu iðnaðar og atvinnutækifæra á Íslandi. Þetta eru afar góð tíðindi og þar með hverfur ásýnd Framsóknarflokksins af uppbyggingu atvinnulífs til framtíðar.
Smátt og smátt er að koma í ljós hversu mikil landhreinsun var að losna við Framsóknarflokkinn úr ríkisstjórn. Stöðnuð og þröngsýn sjónarmið eru á undanhaldi og skyndilega fá landsmenn aðra sýn á möguleika okkar í atvinnumálum. Ótrúlega stuttan tíma hefur tekið að breyta þessum málum og ljóst að Framsóknarflokkurinn og ráðherrar hans hafa verið fastir í hjólförum sem þeir sáu ekki uppúr.
Nýr iðnaðarráðherra fylllir þjóðina bjartsýni og þó svo Valgerður og fleiri Framsóknarmenn reyni að tala niður Samfylkingarráðherranna sjá það allir þvílík reginbreyting hefur orðið á ýmsum sviðum þjóðfélagsins. Ég eiginlega get vart beðið eftir því sem utanríkisráherra ætlar að ræða eftir áramótin en boðuð hefur verið sérstök umræða um Evrópumál á vegum þess ráðuneytis. Kannski sjáum við nýja tíma og stefnu í Evrópu og Evrumálum á næsta ári..
PS: Hvað skyldi ergja hinn jákvæða og framfarasinnaða formann VG þegar hann hefur melt þessi nýjustu tíðindi...varla sér hann nokkuð jákvætt í þessu
Friðrik: Skylt að þjóna þeim álverum sem fyrir eru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818824
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.