Ríki og sveitarfélög hafa misst af lestinni.

Í þennslu og samkeppni síðustu missera hafa ríki og sveitarfélög algjörlega misst af launaskriðslestinni og hafa orðið alvarlega undir í samkeppni um vinnuaflið. Þetta er að hluta til sú ástæða að það eru eimitt þessir hópar sem hafa verið settir á það hlutverk að vernda stöðugleikann og því hafa samningsaðilar haldi því til streitu að halda launahækkunum í skefjum. Þannig hefur þetta gengið fyrir sig síðan í þjóðarsáttarsamningunum um 1990.

Á meðan þessum hópum hefur verið gert að stuðla að þjóðarsátt hafa aðrir hópar náð því að selja vinnuframlag sitt miklu dýrar og helgast það meðal annars af samkeppni um vinnuaflið. Það hefur aftur leitt til þess að stórir hópar starfsmanna ríkis og sveitarfélaga hafa horfið á braut og hafa komist í störf þar sem almenni markaðurinn er að greiða í samræmi við framboð og eftirspurn. Þetta eru ekki mikil vísindi en segir alla söguna. Í stað þeirra sem horfið hafa af láglaunasvæðum vinnumarkaðarins hafa að hluta til komið erlendir starfsmenn, t.d. í heilbrigðisþjónustuna, ferðaþjónustuna og að hluta til til sveitarfélaga og ríkis þar sem því hefur verið við komið.

Nú er svo komið að starfsmannavelta hins opinbera er komin að hættumörkum og fyrir liggur að ríki og sveitarfélög geta ekki haldið uppi lögboðinni starfsemi vegna starfsmannaskorts. Því miður virðist sem ráðamenn á þeim bænum hafi ekki skilning á því hvað er að gerast og hafa ekki farið í neina samkeppni um fólkið. Þá eru menn að hugsa um rekstrarreikninginn eingöngu.

Það sem gerist næst hjá hinu opinbera ef það ætlar ekki að taka þátt í þessari samkeppni er að lykilmenn og stjórnendur hverfa á braut og eftir situr vanmönnuð, verri þjónusta með starfsmenn sem ekki eiga möguleika á hinum almenna markaði. Það leiðir aftur til verri þjónustu og þegar upp er staðið, miklu verri.

Mér finnst kominn tími til að ríki og sveitarfélög fari að viðurkenna þennan vanda og mér finnst það stappa nærri fölsun þegar fjármálaráðherra, Alþingi og sveitarfélög eru að afgreiða fjárlög sem alls ekki standast þær kröfur sem gerðar eru til opinberrar þjónustu. Hið opinbera verður að semja við sitt fólk í samræmi við þann veruleika sem ríkir í þjóðfélaginu og hætti að blekkja sjálft sig og aðra með því að hér sé enn ríkjandi þjóðarsátt sem beri að virða. Þjóðarsáttinn um hóflegar launakröfur og skynsamlega launastefnu er ekki til staðar og við því ber að bregðast með að semja við sitt fólk í samræmi við þann veruleika sem ríkir.


mbl.is Ekki góð laun í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband