Fjalldalafífill á Glerárdal

Blóm og sólMinning frá síðasta sumri. Ég er strax farinn að sakna ljósmyndaferðanna út í náttúruna. Nú hafa þær lagst af í bili og þess í stað stekkur maður af stað milli skúra og élja og gómar það sem gefst.

Að fara inn á Glerárdal, finna sér laut eða brekku gefur heils dags verkefni við myndatökur slík er fjölbreyttni gróðurs og náttúru. Myndin sem hér fylgir með er úr lautu, við læk, í brekku, mót sól. Þar skriðum við Lára ljósmyndafélagi minn og vinur um grundir lengi dags og leituðum fanga. Góður dagur þar og sambærilegur kemur ekki fyrr en næsta sumar en það er eitthvað til að hlakka til.

Fjalldalafífill (Geum rivale L.) vex í rökum gróskumiklum lautum og hvömmum. Algengur um allt land og verður 10 - 50 cm á hæð. Rótin geymir ýmis ilm og bragðefni sem notuð voru í krydd. Gömul nöfn á þessari tegund Fjalldæla, biskupshattur og sólsekvía. Hún þótti hafa margskonar lækningamátt td góð við matarólyst, blóðsótt, og til að strá í vond sár. Hin mesta nytjaplanta sem sagt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Takk fyrir fróðleikinn. Myndin er flott.

Jón Halldór Guðmundsson, 17.10.2007 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818222

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband