Aumt var það.

Enn blogga ég um íþróttir. Mér finnst sárt að horfa á leikmenn íslensks landsliðs mæta í leik fyrir hönd þjóðarinnar og leggja sig ekki fram. Það er engin skömm af því að tapa þegar menn geta horft í eigin barm og sagt, ég gerði mitt besta.

Það var alls ekki í kvöld og nánast allir leikmenn íslenska liðsins voru á hælunum, hægir, baráttusnauðir og hugmyndalausir. Tugmilljónaleikmenn röltu um völlinn og dingluðu sér, enda kannski varla von að menn spili fótbolta af nokkru viti þegar þeir verma varamannabekk mánuðum saman. Það væri kannski ráð af stilla upp leikmönnum í þokkalegri leikæfingu.

Ég veit að þessi leikur skipti engu máli hvað varðaði úrslit í riðlinum, þannig séð. En það afsakar ekki að mæta í leik og leggja sig ekki fram. Það mátti bara gefa leikinn og það hefði skilað sömu niðurstöðu 3-0.

Ég held að það væri ráð að skipta út einhverjum af þeim áskrifendum að landsliðssæti og setja inn menn sem spila fyrir Ísland af stolti og áhuga.  Ekki nógu skipulagðir segir fyrirliðinn. Ef það væri málið væri málið auðleyst. Málið er sennilega að menn eru ekki að leggja sig fram og það vantar þjálfara og fyrirliða sem kunna og geta byggt upp baráttu og sigurvilja. Hvernig væri að prófa eitthvað nýtt og ferskt og leggja milljarðaletihaugum ?


mbl.is Eiður Smári: Þurfum að líta í eigin barm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

,,þurfum að líta í eigin barm" það eru sko orð að sönnu. Ég held að KSÍ, leikmenn og ekki síst þjálfari ættu að líta í eigin barm og setja sér skýr markmið.

Páll Jóhannesson, 17.10.2007 kl. 23:02

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

eitthvað KR syndrome i gangi í landsliðinu.. þeir halda að þeir séu betri en þeir raunverulega eru

Óskar Þorkelsson, 17.10.2007 kl. 23:37

3 Smámynd: Sandra Dögg Guðmundsdóttir

ég vil henda út fyrirliðanum! Finnst hann ekki eiga fyriliðatitilinn skilið!

Sandra Dögg Guðmundsdóttir, 18.10.2007 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband