16.9.2007 | 10:28
Skrítnar þjónustuaðferðir.
Í gærkvöldi átti að gera vel við yngri kynsklóðina á bænum og kaupa pizzu í kvöldmatinn. Sá yngri fékk að velja stað og álegg. Ekki lengi sá stutti, tvennutilboð frá Dóminós. Hann hringdi og pantaði og fékk þær upplýsingar að mætti ná í gersemið eftir 15 mínútur, fín þjónusta það og eðlileg því fólk hefur sjaldan nennu að þurfa að bíða eftir mat sínum.
Ég lét vera góða borð fyrir báru og renndi eftir bitanum eftir 20 mínútna bið. Þegar á staðinn var komið leist mér eiginlega ekki á blikuna, fjöldi fólks beið sitjandi og standandi og innan við borðið strituðu fáeinir unglingar sveittir og stressaðir. Ég hugsaði með mér...hversu heppinn við værum að fá afgreiðslu eftir 15 mínútur og þarna beið í það minnsta 15 manns eftir afgreiðslu.
En svo kom hið sanna í ljós. Viðkunnarleg og alúðleg stúlka afgreiddi mig og ég bar upp erindið. Pizza á þessu nafni og kominn aðeins yfir tíma. Stúlkan leitaði skjálfandi höndum eftir pöntuninni í tölvunni og leit síðan á mig og sagði, þetta er ekki alveg til, viltu borga núna ?
Ég litaðist aðeins um og fylltist grunsemdum. "Hvað er langt í þetta ? " spurði ég. Stúlkan fór og spurði drengina tvo sem voru sveittir í hitanum. Annar flatti út og hinn bakaði. Eftir dágóða stund í spjalli við þá kom stúlkan til baka. " Lágmark 35 mínútna bið " sagði hún. Ég lagði saman í huganum og taldist til að þá yrði nærri klukkustundinni liðið frá því pantað var. Nei takk...sleppum þessu var niðurstaðan því heima biðu glorsoltnir unglingar. Ég renndi á Sprettinn og var kominn með pizzu og stangir í hendurnar eftir 20 mínútur.
Ég velti fyrir mér svona þjónustuaðferðum. Ég veit að sá sem tók pöntunina vissi vel að það væri meira en 15 mínútur í að þetta yrði tilbúið. Getur verið að fyrirtæki sem þetta geri þetta viljandi til að fá viðskipti og voni svo að viðskiptavinurinn láti sig hafa það að bíða ? Sennilega gera það flestir því menn nenna ekki annað.
Hefði unglingurinn minn pantað þarna ef honum hefði verið sagt að það væri klukkustundar bið eins og örugglega lá fyrir þegar pantað var ? Svarið er " Nei... örugglega ekki " Þá hefði hann þakkað fyrir sig og hringt annað. Getur verið að þetta sé meðvituð stefna fyrirtækisins að gera svona þó svo þeir viti að þeir geta ekki staðið við þetta, sérstaklega þegar jafn fáir eru og þarna voru við vinnu. Þó lögðu þau sig fram af fremsta megni þrátt fyrir fámennið.
Skrítinn þjónusta þetta.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.