13.9.2007 | 22:02
Meirihlutinn og Hjörleifur Hallgríms.
Hjörleifur Hallgríms fyrrverandi ritstjóri Vikudags fer mikinn á síðum blaðsins sem hann áður ritstýrði. Í grein sem hann kallar "Eitt slysið enn" ásakar hann meirihlutann í bæjarstjórn Akureyrar um niðurrif Hafnarstrætis 98 sem kallað hefur verið Hótel Akureyri. Ekki veit ég hvort Hjörleifur veit ekki betur eða hann er að gera sér upp fáfræði til að geta gangrýnt meirihlutann í bæjarstjórninni.
Ef Hjörleifur nennti að kynna sér málin þá væri hann betur upplýstur en mér finnst hann vera og greinin bendir til. Hjörleifur, það er ekki núverandi meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar sem ber ábyrgð á þessu ferli öllu þó þig sem Framsóknarmann langi mikið til að kenna honum um. Ég skal í örstuttri samantekt gera þér grein fyrir forsögu málsins og niðurstöðu. Þegar þetta mál hófst voru allir bæjarfulltrúar meirihlutans rétt skriðnir úr skóla. Áður en ég hef lesturinn vil ég segja þér að þessi ákvörðun er tekin án mótatvæða í bæjarstjórn á sínum tíma.
Samkvæmt deiliskipulagi frá 1981 er gert ráð fyrir að þetta hús hverfi. Skipulagið gerir ráð fyrir að núverandi byggingarreitur styttist um 9 metra frá suðri en nái þessi í stað að Skipagötu 14, Verkalýðshöllinni. Húsið er því fyrir skipulagi sem miðar að því að gera leið frá Skipagötu að Hafnarstræti með austur - vesturstefnu. Það lá fyrir í áliti frá húsfriðunarnefnd fyrir nokkuð mörgum árum að húsið hefði ekki varðveislugildi. Allir sem til þekkja vita að húsið hefur verið í stórfelldri vanhirðu í áratugi. Þessi sami litur og málning er á því á mynd sem ég tók sjálfur úr Gilsbakkavegi 1970 eða fyrir 37 árum.
Húsið var í eigu nokkurra aðila og þeir seldu einum aðila það fyrir einu og hálfu ári. Sá aðili á byggingarrétt á þessari lóð samkvæmt skipulagi og Akureyrarbær greiðir fyrir niðurrif sem hann óskar eftir þar sem húsið er fyrir gildandi skipulagi frá 1981. Akureyrarbær á ekki þetta hús og hefur ekki rétt eða vilja til að taka hús eða byggingarrétt af eigendum. Sami eigandi samdi við þá sem fyrir voru í húsinu að þeir fengju inni í nýbyggingunni.
Nokkrum sinnum á þessum árum hefur verið skoðað hvort grundvöllur væri að gera upp húsið og síðast fyrir þremur árum síðan þegar aðili sendi inn formlegt erindi til umhverfisráðs um slíkt. Hann hvarf síðan frá áformum sínum þegar í ljós koma að kosnaður var allt of mikill m.a.
Hjörleifur... það eru næstum 30 ár síðan ákveðið var í skipulagi að þetta hús viki. Ekkert sem gerst hefur á þeim árum hefur miðað að því að breyta því. Enginn gaf sig fram og vildi gera upp húsi, hvar varst t.d. þú sjálfur. Ég er mikill varðveislusinni. En það nær ekki til þess að varðveita hús sem hefur verið í hroðalegri vanhirðu og er ljótur blettur á miðbænum okkar. Ef einhver hefði haft áhuga á að kaupa og gera upp þetta hús væri sá hinn sami löngu kominn fram. Mér sem Akureyringi hefur runnið til rifja að horfa upp á þessa vanhirðu og skeytingarleysi.
Svo loksins þegar fram kemur aðili sem vill byggja upp í miðbænum leggjast sjálfskipaðir varðveislumenn hússins í gangrýni á hann, meirihlutann í bæjarstjórn, sem sagt fólk sem gengur það eitt til að leysa þennan vanda sem staðið hefur miðbænum fyrir þrifum. Hvar voru þessir menn, m.a. þú meðan þetta hús var að grotna niður fyrir allra augum. Af hverju kom enginn og bauðst til að sýna þessu húsi þann sóma sem sagt er að því beri. Ég minnist þess ekki að ritstjóri Vikudags hafi nokkru sinni vikið að því orði að gera þyrfti upp þetta hús, hvað þá að hann vildi leggja því lið með hluta af þeim tugmilljónum sem kosta mun að koma þessu húsi í nothæft ástand, svo framarlega sem einhver vill það þegar upp er staðið.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818824
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður Jón Ingi! nú spyr ég væri ekki gott fyrir Hjörleif að gefa þessar tvær millur í sjóð til varðveislu hússins þ.e.a.s. peningana sem hann hugðist gefa Framsóknarflokknum ef hann fengi brautagengi í prófkjöri flokksins fyrir seinustu bæjarstjórnarkosningar .
Páll Jóhannesson, 14.9.2007 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.