1.8.2007 | 12:11
Sterk stjórn - veik stjórnarandstaða.
Ríkisstjórnin sterk og flokkarnir sem að henni standa eru sterkir. Stjórnarandstaðan er ótúlega veik. VG vinnur að því hörðum höndum að hreinsa að sér fylgið og styrkir stöðu sína sem kverúlantaflokkur í hugum fólks. Þar eiga þeir mestan og bestan þátt, þeir Steingrímur J og félagi Ögmundur. Það er eiginlega ótrúlegt að sjá og heyra hvernig þeir spila spilum upp í hendur stjórnarflokkanna með furðumálflutningi. Þeir hafa nú dalað um 10-15 % frá því þeir náðu mestu flugi í vor.
Framsókn siglir lyngnan sjó og mælast með 8 %. Flokkurinn virðist hafa gefist upp á þéttbýlinu og val þeirra á formanni og varaformanni segir okkur að þeir hafi ákveðið að vera lítill dreifbýlisflokkur með sögulegu ívafi. Þannig gæti flokkurinn lifað af en sem 5-10% flokkur í nánustu framtíð.
Frjálslyndir standa í stað og Íslandhreyfingin nær engu.
Það er eimitt það sem Ísland þarf núna. Sterka ríkisstjórn sem getur breytt íslensku þjóðfélagi til nútíma hátta. Þar er mikilvægast að fólk í landinu búi við sambærilegar aðstæður og þær þjóðir sem við viljum helst líkjast.
Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef aldrei verið sannfærður um að sterk stjórn sé endilega það heppilegasta. Ég minni á það að það var stjórn með sterkan meirihluta sem ætlaði að þröngva "fjölmiðlalögum" ofan í kokið á þjóðinni í andstöðu við almenning og stóran hluta flokksmanna í a.m.k. öðrum stjórnarflokknum. Veik stjórnarandstaða er heldur ekkert sérstakt fagnaðarefni því að stjórnarandstaða gegnir mikilvægu hlutverki í lýðræðisþjóðfélagi.
Þrátt fyrir að margt stefni ágætlega með nýja ríkisstjórn, og ráðherraembætti séu vel skipuð að mínu mati, þá er stundum nokkuð erfitt að átta sig á stefnunni. Samfylkingin virðist t.d. ætla út í hálfgerða "framsóknarmennsku" með Byggðastofnun ef marka má málflutning iðnaðarráðherra. Þá er nokkuð erfitt að sjá hvað menn ætlast fyrir með tiltekin mál eins og fiskveiðistjórnunarkerfið. Lækkun lánslhlutfalls Íbúðalánasjóðs er einnig áhyggjuefni og hefur gefið bönkunum tækifæri til vaxtahækkana. Nær hefði verið að lækka hámarkslánin en láta hámarkslánshlutfall vera óbreytt í 90%. Þannig hefði mátt halda óbreyttri þjónustu við þá sem kaupa sér hóflega stórt húsnæði en láta bankana sjá um þá sem þurfa lúxus.
Átakið í samgöngumálum er fagnaðarefni því að góðar samgöngur nýtast samfélaginu í heild. Þó þykir mér vanta ákvörðun um Kjalveg og Vaðlaheiðargöng.
Ég hef einnig nokkrar áhyggjur af þróun löggæslumála og málum því tengdum. Svo virðist sem löggæslan bólgni stöðugt út og taki sífellt á sig meiri mynd eftirlitsþjóðfélags þar sem myndavélakerfi opinberra aðila fylgjast með ferðum borgaranna. Stefnan í vímuvarnarmálum hefur ekki sætt neinni endurskoðun heldur þótt ljóst sé að þær aðferðir sem beitt hefur verið með vaxandi afli á undanförnum áratugum eru ekki að skila neinum árangri nema síður sé. Og spurningunni um það "who polices the police?" er enn ósvarað.
Hreiðar Eiríksson, 2.8.2007 kl. 12:15
Heill og sæll Jón.
Óttalega ert þú alltaf argur út í Vg. Ég minnist þess einnig eftir sveitastjórnarkosningarnar. Það eina sem við gerðum af okkur þá var að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum í Mosó.
Þá ætlaði allt um koll að keyra hjá ykkur Sömmurum.
Það er ekki sama Jón og séra Jón.
Karl Tómasson, 2.8.2007 kl. 23:08
Ég er ekki argur út í Vg sem slíka. Mér þykir málflutningur ykkar gamaldags, óraunhæfur og núna upp á síðkastið furðulegur, og ég er ekki einn um það. Ef menn mynda meirihluta á jafnræðisforsendum er það gangur mála. Það er mikill munur á þegar menn ganga í björg hjá Sjöllum eins og þú og Björn Ingi... og verða bara eitt sjallahjólið enn...
Jón Ingi Cæsarsson, 3.8.2007 kl. 07:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.