Barnalegt en meinlaust.

Ungsjallar hafa valið sér það sem helsta baráttumál í lífinu að hætt verði að birta opinberlega hvað menn hafa í skatta. Mér hefur alla tíð verið slétt sama hvað menn hafa í skatta og hversu vel þeir skila til þjóðfélagsins. Helst að manni hafi sárnað þegar forríkir menn greiða lítið sem ekkert til samfélagsins og nota kunnáttu sína og aðstöðu til að komast hjá réttlátri álagningu.

Nú er það nýjast að ungsjallar bjóða mönnum að skrifa í gestabók og tengja það með lítt skiljanlegum hætti samvisku hvers og eins. Það er nýtt að félagasamtök komi sér upp gestabókum á opinberum stöðum og næst bjóða þeir líklega upp á gestabók í RÍKINU næsta föstudag. Menn sem fara í brennivísleiðangur þar sýna þeim, með að skrifa í bók að þeir skammist sín ekki fyrir að drekka áfengi. Þetta verður kannski framtíðin á Íslandi, gestabækur í flestum stofnunum.

En ef ungsjallar telja það persónunjósnir að birta skattatölur hvað er það þá að safna nöfum manna sem eiga erindi á Skattinn ? Þetta er eiginlega fyndið að ungliðar Sjálfstæðisflokksins hengi sig á þetta atriði eins og kanína á gulrót. En ef þá langar til að vekja á sér grínaktuga athygli þá er það barnalegt en alveg meinlaust.


mbl.is Ungir sjálfstæðismenn lögðu fram gestabók hjá tollstjóraembættinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

"Ungsjallar hafa valið sér það sem helsta baráttumál í lífinu að hætt verði að birta opinberlega hvað menn hafa í skatta. Mér hefur alla tíð verið slétt sama hvað menn hafa í skatta og hversu vel þeir skila til þjóðfélagsins."

Hingað til hefur yfirleitt verið talað um það sem menn hafa í laun en aftur á móti talað um að greiða skatta. En þetta er kannski einhvern veginn á annan veg hjá ykkur á vinstrikantinum ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 31.7.2007 kl. 21:08

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þakka fyrir góða grein.. sjallakrakkarnir eru samir við sig, berjast fyrir mikilvægum málefnum oftast nær eins og bjórsölu í almennum verslunum.. og aukinni leynd í þjóðfélaginu. Bjórsala og vínsala mun bara veikja það góða framboð sem "ríkið" hefur upp á að bjóða því kaupmaðurinn mun bara selja það sem er seljanlegt og hafa gæði þar oftast nær lítil áhrif. en þetta er efni í annan pistil.. Launaleynd og skattaleynd hefur ekki neinn tilgang annan en að fela tekjur.. hverjir græða á launaleynd ? jú þeir sem mest mega sín og hafa mest að fela. Ég hef aldrei unnið á stað þar sem er launaleynd fyrr en í ár þegar ég gerðist sölumaður.. þessi launaleynd gerir mig óöruggan um hversu mikils virði ég er í raun í minni vinnu.. en samt eru launin mín bara ósköp venjuleg laun sem flestir hafa á mínum aldri.. svo tilhvers er launaleyndin ? sjallakrakkarnir eru bara aulalegir með þessum apaleik niðri á skattstofu og hafa sett talsvert niður í mínum huga.

Óskar Þorkelsson, 1.8.2007 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 818099

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband