Utanríkisstefna VG

Ögmundur Jónasson talsmaður Vinstri grænna í utanríksmálum hefur vakið nokkra athygli að undanförnu. Stutt er síðan Ögmundur vildi að íslenski utanríkisráðherrann tæki upp viðræður við Hamas sem hefur það á stefnuskrá sinni að afmá Ísraelsríki án fyrirvara. Þetta taldi hann að Ingibjörg Sólrún hefði átt að gera þegar hún var í opinberri heimsókn á svæðinu.

Í kvöldfréttum tók talsmaður VG í utanríkismálum lýsti því að íslendingar ættu að fara úr NAT'Ó og óþarfi væri að standa í einhverrjum vörnum fyrir landið. Að mati Ögmundar er afar friðsælt í heiminum og ekki þörf á neinu svona varnabrölti.

Þá vitum við það... Ísland úr NATÓ og Hamas í stað þess. Annars... er það ekki merkilegt að heyra íslenskan stjórnmálamann lýsa yfir stuðningi við hryðjuverkasamtök sem hafa það á dagskrá sinni að afmá þjóríki. Gamla Allaballið var ekki einu sinni svona róttækt..en það er gott að hafa VG á hreinu.


mbl.is NATO ákveður eftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Bendi á að hvort sem okkur líkar betur eða verr komst Hamas í meirihluta á palestínska þinginu. Einu sinni þótti það nú ekki húsum hæft að tala við Palestínumenn yfirleitt; utanríkisráðherra þarf ekki lengur að berjast við þann draug. Því skyldi hún ekki tala við þá sem fara fyrir meirihluta þjóðarinnar? Og kannski leiða þeim fyrir sjónir að það verði að finna tveggja ríkja lausn - dropinn holar steininn í þeim efnum. Ingibjörg Sólrún talaði við Ísraelsmenn í þessari ferð, stjórnvöld sem gera enn það sem þau geta til að afmá Palestínu, a.m.k. í verki.

Svo getum velt okkur upp úr því hvort það er eitthvert gagn að því að Ingibjörg Sólrún ræði við málsaðila fyrir botni Miðjarðarhafs og hafi drauma um að gera gagn í friðarviðræðum; ég hef heyrt ýmsa gera óverðskuldað grín að henni fyrir þetta ferðalag. Ég styð slíkar ferðir og ég styð að Ísland reyni að komast í Öryggisráðið, ég krefst þess að landið reki sjálfstæða utanríkisstefnu. Ingibjörg Sólrún ætti að vera fær um að leiða slíka stefnu en það verður gagnrýnin umræða um utanríkisstefnuna, markmið og framkvæmd.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 29.7.2007 kl. 09:12

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er sem sagt einlægur vilji VG liða að taka um samband við Hamas. Næst er þá t.d. að taka upp viðræður við öfgasinnaða múslima í Alsír. Þeir náðu meirihluta í kosningum þar fyrir all mörgum árum og líklega er þá næsta skrefið að taka upp viðræður þar. Auðvitðað spilar Ísland eitthvað sóló þvert á sínar nánustu samstarfsþjóðir...það mundi einfaldlega dæma okkur í leik sem trúverðug og hvar erum við þá ?

Jón Ingi Cæsarsson, 29.7.2007 kl. 09:20

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Kæri Jón Ingi, eins og kom fram í færslunni að ofan fagna ég því að Ingibjörg Sólrún skuli hafa heimsótt Ísrael og Palestínu, en ef hún talar ekki við alla málsaðila verður lítið úr gagnsemi friðarumleitana, sem mér heyrðist hún gjarna vilja taka þátt í. Vonandi var þetta bara fyrsta skrefið. Ísraelsríki er ekki til fyrirmyndar í hegðun sinni, hvorki inn á við né út á við; var það ekki síðast í fyrra sem það réðst inn í Líbanon? Þar ríkir kynþáttaaðskilnaðarstefna. Og Hamas gerir fleira en að stunda hryðjuverk.

Ég er hvorki talsmaður Ísraels eða Hamas, en held að viðurkenning á ríki Palestínumanna skipti þá þjóð máli, rétt eins og viðurkenningin á Eystrasaltsríkjunum skipti máli á sínum tíma. Það er pragmatísk afstaða að ræða við bæði ríkisstjórn Ísraels og Hamas jafnvel þótt manni kunni hvorugur aðilinn að hugnast. En kannski vill Ísraelsstjórn ekki tala við þá sem tala við ríkisstjórn Palestínu?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.7.2007 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818146

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband