28.7.2007 | 10:01
Íbúafjöldi á Akureyri komin í 17.000
Þá erum við Akureyringar orðnir 17.000. Ég hef haldið því fram lengi og ekki verið mótmælt að á Akureyri hafa að staðaldri mun fleiri búsetu þó lögheimili þeirra sé ekki hér. Þar kemur margt til, hér er fólk mánuðum saman og sumir allan ársins hring við nám. Háskólinn á Akureyri, tveir stórir framhaldsskólar og svo fjöldi fólks sem fyllir orlofstilboð þau sem stéttarfélög og fyrirtæki bjóða upp á í íbúðum um allan bæ. Hér er á milli 250 og 300 orlofsíbúðir sem sjaldan standa auðar. Allt telur þetta og ekki óraunhæft að halda því fram að hér séu 19.000 að jafnaði alla daga ársins. Þetta þyrfti að rannska.
Hér að ofan er ótalinn allur sá fjöldi sem hefur búið hér árum saman, sumir áratugum og hafa aldrei flutt lögheimili sitt til bæjarins. Margir þeirra halda tryggð við gamla hreppinn sinn og telja að þeir séu að gera honum stórgreiða með að eiga þar lögheimili. Það má vel vera að svo sé en hvers á sveitarfélagið að gjalda sem veitir þeim alla þjónustu ?
Gaman er að kíkja aðeins á gamlar tölur um íbúafjölda í tíu stærstu kaupstöðum landsins árið 1901.
Reykjavík..... 5.802 Ísafjörður.... 1.067 Akureyri.... 1.038 Seyðisfjörður.... 783 Skipaskagi.... 767 Eyrarbakki.... 739 Ólafsvík.... 496 Hafnarfjörður.... 374 Sauðárkrókur.... 350 Stykkishólmur.... 313,
Nokkrar breytingar hafa greinilega orðið á þeirri rúmu öld sem liðin er. Það er ljóst að dreifning íbúa á þessu tíma hefur verið með öðrum hætti en nú er. Í hópi tíu stærstu, eru staðir í öllum landshlutum og Ísafjörður trónir þarna í öðru sæti. Vestfirðir hafa greinilega verið í góðri stöðu á þessum árum. Athyglisverðast finnst mér að sjá Eyrarbakka í þessum hópi en þegar nánar er spáð í það er það auðvitað ekkert skrítið. Allir þessir staðir eiga það sameininglegt að byggja fjöldan á sjávarútvegi og útgerð. Það eru breyttir tíma á Íslandi. Þó finnst mér merkilegt að Vestmannaeyjar eru ekki á þessum lista.
Heildarfjöldi á landinu í upphafi síðustu aldar var 77.290. Það voru 36.621 karl og 40.669 konur. Það eru helmingi færri en búa í Reykjavík einni í dag.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 818828
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.