Rétturinn til að mótmæla.

Það er víst réttur hvers og eins að láta skoðun sína í ljós. Það geta menn gert með ýmsum hætti svo framarlega sem ekki eru brotin lög eða réttur á öðrum.

Ég er ekki mikill aðdáandi virkjanna eða stóriðju. Þó verður ekki hjá því komist í nútíma samfélagi að virkja og auka við atvinnulífið. Menn geta svo haft sína skoðun á því hvað það er sem þeir vilja sjá eða ekki sjá. Mér finnst til dæmis afar óskynsamlegt að reisa fleiri álver á suðvesturhorninu. Samt er ég ekki í hlekkjaliðinu við Grundartanga enda eru þeir að mótmæla öllu almennt sýnist mér.

En hversu trúverðug eru þessi mótmæli og það sem þar er sagt ? Mér sýnist Íslendingum almennt standa á sama hvort verið er að gera þessa hluti sem þessi hópur "Saving Iceland" er að mótmæla. Mér finnst einhvervegin að þessi mótmæli dragi eiginlega fram andstæðu þess sem þeir er ætlað að gera, að Íslendingar eru samstíga stjórnvöldum í stefnu þeirra. Þess mótmæli virka hjáróma og fámenn og menn eiginlega hlægja í besta falli af því sem þessum 10-15 dettur í hug sem eru að standa í þessu.

Líklega væri það betra fyrir málstaðinn að sleppa þessu, það er langflestum slétt sama og það er það sem þessi mótmæli undirstrika.


mbl.is Mótmælendur hlekkja sig við tæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ólafur,

Í landinu búa 300.000 manns, um 200.000 með kosningarétt. Að láta 15.000 manns af 300.000 ráða er ekki meirihlutalýðræðið sem við stundum hér á landi.

Þú verður að lifa við það. 

Gísli Halldór (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 17:55

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég er ekki að tala um þessa 15.000 sem þrömmuðu með Ómari. Ég er að tala um þá sem mæta hér og mótmæla í nokkrar vikur með ýmsum hætti. Trúverðugleiki þeirra er lítill og þetta gerir málstaðnum jafn mikið ógagn og Ómar gerði honum gagn.

Jón Ingi Cæsarsson, 18.7.2007 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband