Vatnahjallaleið.

Það fór einhvernvegin framhjá mér að verið væri að vinna við Vatnahjallaleið og gera hana færa að nýju. Þegar ég einaðist minn fyrsta jéppa, var leiðin að krönglast upp Hólafjallið og aka síðan inn eftir því langa og stundum vafasama leið inn í Laugafell. Hólafjallið var samt skemmtileg leið en mörgum þótti hún erfið og ég man að mörgum var sérlega illa við að vera með manni í bílnum meðan paufast var upp síðasta áfangann upp á fallið. Þar var farið austan í fjallsbrúninni og meðan maður var að mjaka sér upp fékk maður frábært útsýni yfir Þormóðsstaðadal sem var í frjálsu falli nokkur hundruð metrum neðar.

En svo lagist sú leið af og varð endanlega ófær þegar skriðan mikla féll sunnan Þormóðsstaða. Ég gekk þessa leið í hitteðfyrra til að rifja upp gamlar minningar og það var sláandi á hversu löngum kafla skriðan á upptök í gamla vegastæðinu.

En aftur að Vatnahjallaleið. Mig minnir að Ferðafélagið hérna hafi látið ryðja veg þarna upp á fjallið 1939 en hann varð aldrei góður og varð aldrei fjölfarinn. Hann lagðist síðan af þegar vegurinn á Hólafjall var lagður. Vatnahjallinn var samt mjög fjölfarin leið í gamla daga og ein helsta leið Eyfirðinga á hálendið á öldum áður og kannski ekki undarlegt þó menn byrjuðu vegagerð úr Eyjafirði með því að velja þá leið.

Vegurinn sem lagður var inn Eyjafjarðardal fyrir allmörgum árum hefur oft á tíðum orðið seint fær að vori og mér skilst að leiðinn á Nýjabæjarfjall hafi orðið fær fyrr í vor en leiðinn inn dalinn. Mér er sagt að vegurinn nýji hafi ekki verið lagður í gamla vegarstæðið heldur hefðu menn valið leiðina af kostgæfni með tilliti til snjóalaga enda veitir ekki af þvi vegurinn klifrar í rúmlega 800 metra hæð og oft mikil snjóalög í gamla vegarstæðinu. Þó hafa fannir látið mjög á sjá síðustu árin í fjöllum í Eyjafirði, eins og annarsstaðar.

Ég held að ég verði að kíkja á þennan veg. Það er ekkert leiðinlegt að aka inn Eyjafjarðardalinn en það er örugglega fljótlegra að fara þessa nýju leið ef hún er þokkaleg. Þá er bara að drífa sig og kíkja á hvernig til hefur tekist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818143

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband