Oddur Helgi gerir lítið úr íþróttafélögunum.

Mér finnst að Oddur Helgi Halldórsson sé að gera ansi lítið úr forsvars og stjórnarmönnum íþróttafélaganna. Bæjaryfirvöld hafa gert samning við félögin um uppbyggingu á félagssvæðum þeirra fyrir hundruð milljóna - slagar hátt í milljarð þegar allt er talið.

Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi Lista fólksins, leggst gegn samningi Akureyrarbæjar við Íþróttafélagið Þór um framkvæmdir á svæði félagsins. Hann segir samninginn slæman, bæði fyrir Þór og bæjarfélagið.

Mér finnst að með þessum orðum sé bæjarfulltrúinn að tala með afgerandi hætti niður samningamenn og stjórnarmenn íþróttafélaganna í bænum. Mér finnst það ábyrgðarhluti þegar bæjarfulltrúi lýsir því yfir að tugir manna séu að gera tóma vitleysu með samningi sem tryggir félögunum glæsilega uppbyggingu á svæðum sínum. Mér er stórlega til efs að Oddur Helgi viti mikið um hvað hann er að segja með þessu og oft finnst mér skorta nokkuð á að bæjarfulltrúinn kynni sér mál til hlítar áður en hann kveikir á mykudreifaranum.

Málefni íþrótta á Akureyri eru í öflugri uppbyggingu og stefnumótun í gangi hjá bæjaryfirvöldum og íþróttafélögum í bænum. Skemmst er að minnast samnings við Golfklúbbinn og framundan er uppbygging hjá siglingamönnum. Smíði reiðhallar er hafin og málefni gamla Akureyrarvallar eru í farvegi sem bæjarbúar sjálfir og íþróttafélögin mótuðu í aðdraganda aðalskipulags.

En líklega hefur þetta allt farið framhjá Oddi Helga og það kemur mér svo sem ekkert sérstaklega á óvart.


mbl.is Slæmur samningur, bæði fyrir Þór og Akureyrarbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég hefði nú viljað sjá í fréttinni sagt frá því hver rök Odds eru. Það er engin frétt að manni í minnihluta finnist eitthvað slæmt. Ég vil gjarnan vita af hverju hann segir þetta.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 30.6.2007 kl. 15:59

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég er einn af þeim sem sat í samninganefnd fyrir Íþróttafélagið Þór og ég undrast það að Oddur Helgi sem er félagi í Þór skildi ekki bjóða okkur stjórnarmönnum í Þór aðstoð til að ná þeim samningum sem hann vill sjá - hver sem þeir nú eru. Grein sem Oddur Helgi skrifar í Vikudegi fer hann með rangt mál og rangfærslur miklar eins og honum einum er lagið. Oddur Helgi talar og talar skrifar og skrifar um það sem býr í hans dýpstu hugskotssjónum en ekki staðreyndir.

Þess vegna gef ég ekki fimmeyring fyrir það sem hann er að segja vegna þeirra staðreynda að hann hefur greinilega ekki lesið samningin allan og veit þar af leiðandi ekki um hvað málið snýst. Ef hann hins vegar hefur lesið samningin og kynnt sér að fullu þá er það greinilega ásetningur hans að ná til fólksins þótt hann þurfi að fara með rangt mál, hann er vanur því.

Að lokum sendir hann okkur stjórnamönnum kaldar kveðjur með þessu óábyrga tali, við samþykktum þennan samning af því að við teljum hann góðan fyrir félagið og bæinn í heild og munum tala fyrir því að hann verði samþykktur á fundi í félaginu okkar. Þar getur Oddur Helgi Halldórsson komið og nýtt sitt atkvæði og sagt af eða á um þennan samning.

Páll Jóhannesson, 1.7.2007 kl. 14:00

3 identicon

Þið verðið að fyrirgefa en ég er búinn að lesa þessa samninga yfir og get ekki séð annað en það KA menn séu að fá um 150 milljónir meira en Þór um leið og Þór ber allar byrðar af niðurfellingu Akureyrarvallar en KA ber engan slíkan kostnað. Er von að Oddi lítist illa á þetta. Þessir samningar KA og Þórs verða alltaf skoðaðir í samanburði hvor við annan, það er eðlilegt. Í þessu ljósi er þetta vondur samningur fyrir Þór. Gætið að því að í samningnum hjá KA er gert ráð fyrir gerfigrasvelli með upphitun og flóðljósum, laga núverandi grassvæði og þetta gerir 170 millur rúmar. Síðan á að reisa stúku og það er ekki bundið við hámarksupphæð en ef hún verður eins og hjá Þór þá bætast við aðrar 120 millur. Núverandi meirihluti bæjarstjórnar hyglar öðru félaginu um c.a. 150 milljónir.

Geir Hólmarsson (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 04:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband