7.6.2007 | 23:41
Spurning um mismunun.
Ekki ætla ég að hafa neitt á móti því að þeir sem vilja geti nýtt sér hugmyndafræði Hjallastefnunnar. Ég er ekki sannfærður um ágæti hennar enda trúi ég ekki á aðskilnað, hvorki kynja, kynþátta, ríkra eða fátækra. En ef þetta er rétt sem hér segir í fréttinni.
"
Í þeim samningi sem nú liggur fyrir er heimilað að Hjallastefnan rukki allt að 15% hærra gjald á Laufásborg en á öðrum leikskólum Reykjavíkurborgar. Það telja fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna ekki boðlegt. Aðgengi að leikskóla á að okkar mati ekki að vera háð efnahag. Í það minnsta er ekki eðlilegt að borgaryfirvöld stuðli að því að fjölga slíkum plássum eins og hér er lagt til.
Þó börn sem nú eru skráð í leikskólann muni búa við óbreytt gjöld er fyrirsjáanlegt að börn, jafnvel á sama aldri, verði látin greiða mishátt gjald fyrir sömu þjónustu í leikskólanum næstu árin eftir því hvort leikskóladvöl þeirra hófst fyrir eða eftir upphaf tilraunaverkefnisins, en það telja fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna óviðunandi og stangast á við jafnræðisreglu," að því er segir í bókun Samfylkingar og VG. "
Tilvitnun lokið. Ég er eiginlega varla að trúa því að einhverri stefnu sé heimilað að rukka foreldra um hærra gjald en á almennum leikskólum. Ef svo er, er ég sammála bókun Oddnýjar og Svandísar.
Það á alls ekki að heimila það að einum leikskóla sé leyft að rukka hærra gjald. Það stuðlar að óréttlæti í þjóðfélaginu og mismunar ríkum og þeim sem minna mega sín. Ég er eiginlega hissa á að höfundi Hjallastefnunnar líki þessu hugmyndafræði hvað varðar fjárhagslega mismunun vegna barna. Þetta hljóta vera mistök eða misskilningur.
Greiddu atkvæði gegn samningi við Hjallastefnuna um Laufásborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.