29.3.2022 | 19:12
Þekkja bæjarfulltrúar og nefndamenn samþykktir Akureyrarbæjar ?
Fyrir 21 ári samþykkti bæjarstjórn Akureyrar merka og ítarlega stefnu, Byggingalistastefnu Akureyrar.
Eins og flestir þekkja þá hefur margoft verið vísað til þeirrar stefnu þegar stórkallaleg áform Skipulagsráðs í Spítalabrekkunni koma til tals. Skipulagsráð og bæjarstjórn hafa ákveðið að halda áfram að vinna í aðalskipulaginu þrátt fyrir að flest hafi sagt þeim hingað til að sú vegferð er ekki skynsamleg.
Grunnskilyrði í þéttingu byggðar er að þar nýtist þeir innviðir sem fyrir eru við þá viðbót og uppbyggingu. Nú þegar hefur það komið fram að ekkert af þeim innviðum sem fyrir eru við Spítalabrekkunna duga til að ráða við það gríðarlega byggingamagn sem áformað er að reisa. Áformin munu verða bæjarfélaginu óhagkvæm og munu kosta skattgreiðendur gríðarlega fjármuni. Verktakinn ætlar síðan að hverfa frá þessu með fulla vasa fjár og skilja bæjarbúa eftir með kostnaðinn.
En þetta er aðeins hluti af því skemmdarverki sem fyrirhugað er á bæjarmyndinni. Það er sem bæjarfulltrúar og nefndamenn hafi aldrei heyrt af stefnu þeirri sem ég nefni í upphafi. Verkin fram að þessu benda til þess að ekkert eigi að fara eftir samþykktum bæjarins og vaða í villu og svíma með hagsmuni eins verktaka að leiðrarljósi.
Hér er slóðin á Byggingalistastefnuna ef einhver hefur áhuga að kynna sér hana. Mikið og metnarfullt plagg sem mér sýnist að lítið hafi verið gert með. Bæjarfulltrúar virðast allavegana telja þetta verðlausa möppustefnu sem þurfi ekki að fara eftir.
Hér eru nokkrir punktar í þessari rúmlega tuttugu ára stefnu sem bæjarstjórn samþykkti á sínum tíma.
_______________________________________
Markmið Akureyrarbæjar sem byggingarlistarstefnan byggist á, er að nýbyggingar og breytingar á eldri byggð á Akureyri skuli geta talist góð byggingarlist sem virðir og bætir bæjarmyndina (Aðalskipulag Akureyrar 1998 ? 2018). Í byggingarlistarstefnu bæjarins felist:
Yfirlýsing um gæði bygginga bæjarins hvort sem er nýbygginga og endurbóta eldri húsa. Í henni skal m.a. kveðið á um það hvernig staðið skuli að hönnun, undirbúningi, byggingu, viðhaldi og rekstri húseigna bæjarins og annarra bygginga á Akureyri með það að markmiði að talist geti góð byggingarlist.
Fræðsluvettvangur fyrir almenning og fyrirtæki.
Árleg byggingarlistarverðlaun menningarmálanefndar.
Jafnframt verði stefnt að því að haustið 2000 haldi Akureyrarbær ráðstefnu undir yfirskriftinni Byggingarlistarstefna ríkis og sveitarfélaga og er gert ráð fyrir slíku ráðstefnuhaldi í fjárhagsáætlun skipulagsnefndar og byggingarnefndar.
Bæjarmynd Akureyrar Bæjarmynd Akureyrar hefur nokkra sérstöðu meðal bæja á landsbyggðinni. Gömlu hverfin eru stærri og heillegri en almennt gerist utan Reykjavíkur og 2-3 hæða hús með háu risi í brekku eru sérkennandi andlit bæjarins. Miðbærinn er vel afmarkaður og skilur sig frá öðrum bæjarhlutum sökum þéttleika, hæðar húsa og húsagerða. Þessi einkenni ásamt reisulegum húsum við Strandgötu, þéttri smáhúsabyggð á Oddeyri, gömlu timburhúsabyggðinni í Innbænum og steinsteypuhúsum frá fyrri hluta 20. aldar á neðri brekkunni gefa bænum skýr sérkenni.
Timburhús með turnum og útsöguðu skrauti eru hluti af byggingararfi Akureyrar og finna má sérstök byggingarefni og frágang þeirra s.s. steinskífur og steinblikk. Verndun byggingararfsins getur verið með margbreytilegum hætti. Til langs tíma var áherslan á verndun einstakra húsa sem þóttu markverð sökum menningarsögulegs eða listræns mikilvægis. Í seinni tíð hefur áhersla aukist á verndun húsasamstæðna, götumynda og yfirbragðs heilla hverfa. Þannig fá hús sem ekki þykja markverð ein og sér varðveislugildi sem hluti af heild. Því er oft gerður greinarmunur á húsvernd annars vegar og hverfisvernd hins vegar.
Vernda skal og bæta svæði eða hverfi sem hafa sérkennandi yfirbragð og eru mikilvægur hluti af bæjarmyndinni.
Vernda skal og bæta þær byggingar sem taldar eru hafa byggingarlistrænt eða menningarsögulegt gildi. Varðveislugildi bygginga frá fyrri hluta og miðbiki þessarar aldar skal gefa aukinn gaum við afgreiðslu erinda um breytingar á byggðinni. Tryggt verði að hvert tímabil byggingarsögunnar eigi sér fulltrúa í bæjarmyndinni.
______________________________
Fara má á slóðina hér að ofan og fá stefnuna í heild sinni. Væri upplýsandi fyrir þá sem nú eru í þann mund að brjóta hana.
En alltaf má vona að bæjaryfirvöld átti sig á mistökunum og hætti við, annars gera bæjarbúar auðvitað ráð fyrir að jafn umdeildar skipulagsbreytingar fari í íbúakosningu eins og gert var á Oddeyrinni í fyrra.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 819089
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.