Enn af íbúalýðræði og verktakalýðræði.

20211224-IMG_0226

 

Mikill fjöldi ábendinga bárust vegna fyrirhugaða aðalskipulagsbreytinga við Tónatröð, 113 ábendingar bárust. Nú bíður það bæjarstjórar á íhuga framhaldið.

 

Nú eru rúmlega þrír mánuðir í að bæjarfulltrúar þurfi að endurnýja umboð sitt. Kosið verður til bæjarstjórnar í maí. Fyrir liggur að stór meirihluti bæjarfulltrúa ætla að hætta og gefa ekki kost á sér. Líklega verður það aðeins einn bæjarfulltrúi af þeim sex sem settu málið á koppinn í vor sem leið ef hann nær kosningu.

 

Ef bæjarfulltrúum væri annt um íbúalýðræði og eðlilega stjórnsýslu þá mundu þeir ákveða að setja Tónatröðina á ís og láta nýjum bæjarfulltrúum það eftir að ákveða framhaldið. Hér er um að ræða mjög umdeilt mál og því væri það afar vond skilaboð ef fráfarandi bæjarfulltrúar, eftir þrjá mánuði, væru að taka ákvörðun í þessu umdeilda máli. Eiginlega arfa slæm stjórnsýsla.

 

Það er því líklegt við sjáum þessu máli frestað inn í nýtt kjörtímabil. Annað væri eiginlega óhugsandi. Gæti orðið eitt af stóru málunum í kosningabaráttunni.

 

Bæjarbúum er umhugað um vandaða stjórnsýslu og fúsk eins og sést hefur í Tónatraðarmálinu er þeim lítt að skapi. Niðurstaðan af þessi miklu þátttöku í athugsemdamálinu ætti að gera bæjaryfirvöldum og kjörnum fulltrúum að framhald þessa máls muni valda bæjarfulltrúum hugarangri og líklegt að þegar þar að kemur óski bæjarbúar þess að um þetta mál verði kosið eins og gert var á Oddeyri.

 

Það er virkt íbúalýðræði að bæjarfulltrúar vísi umdeildum málum til bæjarbúa til umsagnar. Ef skipulagsmál við Tónatröð halda áfram þá mun verða um þau kosið í íbúakosningu beri komandi bæjarfulltrúar virðingu fyrir kjósendum sínum.

 

Við þurfum sárlega á því að halda að stjórnsýslan á Akureyri sé vandaðri og betri en sést hefur á þessu kjörtímabili, sérstaklega eftir að enginn meirihluti var til staðar. 

 

Akureyri.net

Næstu skref eru þau að skipulagsráð og bæjarstjórn þurfa að taka afstöðu til áframhaldandi skipulagsvinnu í ljósi þeirra ábendinga og umsagna sem bárust. Í vikunni bárust niðurstöður jarðvegsrannsókna á svæðinu og hafa þær verið sendar Veðurstofu Íslands til umsagnar. „Veðurstofan er sá óháði aðili sem sér um að meta hvort að framkvæmdir á þessu svæði geti orðið fyrir eða jafnvel haft neikvæð áhrif á ofanflóð og skriðuhættu,“ segir á vef bæjarins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818078

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband