Að ganga erinda verktaka.

000 2021 19.11. snjor-0252Skipulagsmál eru á forsjá bæjaryfirvalda og það er hlutverk þeirra að gæta hagsmuna bæjarbúa og sveitarfélagins. Að útvista málefnum til verktaka er hörmulegt vinnulag og til lítils sóma.

 

Einhver bæjarfulltrúi hefur líklega haft samband við ákveðinn verktaka hér í bæ og afhent honum veiðleyfi á gamla og gróna byggð sem hefur mikla þýðingu fyrir ásýnd Akureyrar og á svæðinu einnig merk saga Sjúkrahússins á Akureyri. 

 

Þar standa þrjú hús sem eru stór hluti sjúkrahússsögu Akureyrar. Sóttvarnahúsið byggt 1905 og er friðað og auk þessi yngri hús, Litli Kleppur eins og húsið var kallað og Stekkur sem var byggt á sínum tíma sem viðbót við sjúkahúsið á Akureyri. Samkvæmt útvistun bæjarstjórnar til SS eiga öll þessi hús og hverfa og reisa þar fjölbýlishús í allt öðrum stíl. 

 

Að meirihluti bæjarstjórnar ætli að gefa grænt ljós á áframhald með að heimila auglýsa breytt aðalskipulag má með réttu jafna saman við áform Reykjavíkur á sínum tíma að rífa Bernhörfttorfuna. Smekklaust inngrip í svæði sem hefur mikilvægt hlutverk í bæjarmyndinni og sögunni.

 

Ég leyfi mér að vera svo bjartsýnn að meirihluti bæjarstjórnar hætti þarna, og ákveði að heimila ekki breytingu á aðalskipulagi, en halli sér frekar að því styðja við framkvæmdir samkvæmt gildandi skipulagi. Þar er gætt samræmis og ásýnd svæðis virt og gengið af skynsemi um gleðinnar dyr. Sumir gætu séð ljósið með að hugsa aðeins dýpra,

 

En hefur skipulagsráð ekki upplýst bæjarbúa um það hver það var sem hafði samband við verktakann og bauð upp í þennan fáránlega og ábyrgðarlausa dans. Enn auglýsi ég því eftir að bæjarfulltrúinn sem kom þessari vitleysu af stað stígi fram og upplýsi okkur bæjarbúa hvað þarna býr að baki.

 

Sannarlega er mér óskiljanlegt að bæjarfulltrúar á Akureyri ( sem flestir ætla að hætta ) skuli ganga fram með þessu ömurlega hætti. Það eru fleiri en ég sem skilja þetta ekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818074

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband