Kattafár bæjarstjórnar Akureyrar.

000 paEnn og aftur hefur brotist út styrjöld milli meirihluta bæjarstjórnar Akureyrar og bæjarbúa. Margir muna stríð bæjarfulltrúa við bæjarbúa þar sem troða átti háhýsum á Oddeyri ofan í kok bæjarbúa með góðu eða illu. Sem betur fer höfðu bæjarbúar betur í því stríðið.

 

Nú er annað stríð sambærilegt við Tónatröð í Innbænum þar sem svipað er uppi á teningnum, þar ætla sumir bæjarfulltrúar að bakka upp skaðlegar hugmyndir verktaka á einu helsta menningarsvæði bæjarins ofan Spítalavegar. Það stríð er nú að hefjast og bæjarbúar eiga eftir að sjá hversu langt bæjarfulltrúar ætla að ganga við að troða inn þeim framkvæmdum sömu leið og Oddeyrartillögum.

 

Nýjasta stríð meirihluta bæjarfulltrúa við bæjarbúa kristallast í stóra kattamálinu þar sem sjö af ellefu bæjarfulltrúum eru búnir að ákveða að lausir kettir verði banaðir í lok næsta kjörtímabils eða 2025. Auðvitað nær umboð núverandi bæjarfulltrúa ekki þangað og líklegast er að þessi gjörningur verði ógiltur löngu áður.

 

En það breytir því ekki að þetta er ófaglegur gjörningur, án nokkurrar umræðu og án nokkurs samtals við bæjarbúa. Sannarlega ömurlega vond vinnubrögð og bæjarfulltrúum sem það studdu til lítils sóma. Í gildi er reglugerð um kattahald á Akureyri sem samþykkt var fyrir nokkrum árum. Allir vita að eftir þessu samkomulagi hefur ekkert verið farið og bæjaryfirvöld hafa í engu sinnt eftirfylgni við þá reglugerð. Þar hefur ríkt algjört tómlæti og engin umræða hefur átt sér stað. Fagleg nálgun hefði verið að taka upp umræðu um þá reglugerð og meta árangur og skoða úrfærslu og bæta úr því sem miður hefur farið þar. Svona á að ræða og ákvarða í nefndum bæjarins þar sem við á en taka ekki ófaglegar, illa ígrundaðar ákvarðanir í fljótræði og án umræðu við bæjarbúa og fagaðila.

 

Meirihluti bæjarstjórnar á Akureyri gerði mistök í stóra kattarmálinu. Þar voru tilfinningar augnabliksins látnar ráða, bæjarfulltrúar tók vonda ákvörðun sem byggði á hvað þeim fannst á því augnablik og fóru í enn eitt stríðið við stóra hópa í bæjarfélaginu.

 

Margt fleira væri hægt að segja en læt staðar numið að sinni.

 

Sjö bæjarfulltrúar fóru í stríð með engin vopn í vopnabúrinu og ákvörðun þeirra hefur verið úthrópuð um land allt. Kannski hafa þeir rýrt álit landsmanna á Akureyri.. Skal ekki neitt um það segja en slæmt væri sé svo.

 

Þetta voru alvarleg mistök og bæjarfulltrúar væru menn að meiri með að ógilda þessa ákvörðun og vísa umræðunni til nefnda bæjarins og bæjarbúa.

 

Ekkert að því að viðurkenna mistök.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 818076

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband