Stórfyrirtækið hótar.

Það var svo sem við því að búast að Impregilo sýndi smá viðbrögð við ásökunum þeim sem settar hafa verið fram. Það er aftur á móti sérkennilegt að heyra risafyrirtæki hóta íslenskri venjulegri stúlku málsókn og láti að því liggja að þeir muni láta kné fylgja kviði. Viðbragðið er sem sagt að þeir ætli að beita afli og liðsmun til að knésetja einstakling sem þorir. Það er kannski ekki undarlegt þó fáir þori.

Það sem þessi stúlka sagði er auðvitað grafalvarlegt mál. En að stórfyrirtækið íhugi málsókn gegn henni segir meira en mörg orð. Ekki dettur þeim í hug að koma fram og kynna starfssemi sína, leiða fram almenna starfsmenn sem tilbúnir eru að hrekja það sem stúlkan segir, nei við hótum málsókn.

Kannski segir þetta okkur nokkuð um innræti þessa fyrirtækis sem legið hefur undir ásökunum víða um heim og verið kallað ýmsum nöfnum. Sennilega eru þetta skilaboð til fyrrverandi og núverandi starfsmanna...haldið kjafti annars eigið þið ekki von á góðu... þannig virkar það á mig leikamanninn sem fylgist með úr fjarlægð.


mbl.is Impregilo íhugar málssókn vegna ummæla um öryggismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818109

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband