Hvað er rétt ?

Frá því Impregilo fékk verkefnið við Kárahnjúka hafa stjórnvöld og Landsvirkun keppst við að verja fyrirtækið og oft gengið mjög langt í því. Þegar verkefnið var að hefjast var oft rætt um vafasama fortíð þessa ítalska verktakafyrirtækis en mál fengu ekki framgang og fjölmiðlar höfðu undarlega lítinn áhuga á að grafast fyrir um fyrirtækið og fortíð þess. Margar sögur voru sagðar af verklagi og starfsmannamálum þess og til leiks voru nefnd ýmis dæmi m.a. frá Suður Ameríku.

Frá því framkvæmdir hófust hér hafa margoft komið upp álitamál og mjög oft hafa komið fram fullyrðingar um óeðlileg vinnubrögð og virðingarleysi Impregilo fyrir starfskjörum og mannlegri reisn.

Enn á ný koma fram ávirðingar og nú um stéttskiptingu og illa meðferð á verkamönnum að ákveðunum þjóðernum. Nú finnst mér að þöggun fjölmiðla og forsvarsmanna Landsvirkunar á vinnubrögðum þessa fyrirtækis sem kallað hefur verið ýmsum nöfnum í gegnum árin.

Frábært framtak hjá Jóhönnu Sigurðardóttur að taka á þessu málum af festu og hún ætlar sér að aflétta þöggun fráfarandi stjórnvalda. Vonandi fá fjölmiðlar meiri áhuga á að fylgja málum eftir og þessi undarlega þögn þeirra um málefni á Kárahnúkasvæðinu linni.

 


mbl.is „Vildi ekki leika hetju"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband