Vinstri grænir og heilbrigðsráðherra leiða niðurrifið.

2017 vgNú hef ég verið að fylgjast með þróun mála á Öldrunarheimili Akureyrar (Hlíð), líkt og fjölmargir aðrir. Það hefur ekki verið ánægjulegt, þvert á móti hefur það verið ömurlegt að horfa upp á það sem þar hefur verið að gerast.

( kaffid.is Rannveig Ernudóttir )

 

Það hafa margir tjáð sig um atburðina tengda öldrunarheimilinum á Akureyri, síðast Rannveig Ernudóttir á miðlinum kaffid.is.

 

Það er sama hvar borið er niður, allir sjá að þetta er stórslys og hreinlega hörmulegt að sjá svona gerast.

 

Sumir hafa bent á að þetta sé að gerast á vakt Vinstri grænna og Svandísar Svavarsdóttur og sannarlega er sökin að miklu leiti hennar og heilbrigðisráðuneytis. Ekki má gleyma vanfjármögnunarstefnu Sjálfstæðisflokksins sem VG bakkar upp af mikilli undanlátsstefnu við einkavæðingarflokkinn. Það standa mörg spjót á ráðherranum þessa dagana og síðast var hún ásökuð fyrir að svara engu um krabbameinsrannsóknir mánuðum saman þótt til hennar væri beint formlegum spurningum.

 

Samvinna VG og Sjálfstæðisflokksins er stórhættuleg og þarf ekki mikla skarpskyggni til að sjá það á þessu kjörtímabili.

 

Uppsagnir á Hlíð eru beinn afrakstur þess að VG hefur gefið Sjálfstæðisflokkum veiðleyfi á stofnanir fyrir aldraða með hörmulegum afleiðinum fyrir heimilsmenn og starfsfólk.

 

Óheillagjörningurinn á Akureyri þar sem einksvæðingin fær að leika aðalhlutverkið á kostnað gæða og framsýni.

 

Það er búið að breyta öldrunarheimilum Akureyrar úr heimili aldraðra í einavæðingaratilraun gróðafyrirtækis að sunnan.

 

Mikil er sök ríkisvaldsins ( lesist VG ) sem hefur sett það á dagskrá að gróðavæða heimili aldraðra Norðlendinga og breyta því í stofnun þar sem launum og réttindum verður haldið í lágmarki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/almennar-frettir/einkavaeding-oldrunarthjonustu-ekki-hagkvaemari-og-kostnadur-vid-eftirlit-eykst/?fbclid=IwAR19mIryYoSMGGDBDvaRloU3VXQtaf1dQaHiP6nDwkI28fZogDOC5TGNTk8

Jón Ingi Cæsarsson, 22.6.2021 kl. 16:26

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Útvistun þjónustunnar í Svíþjóð hófst í kjölfar efnahagskreppunnar í upphafi tíunda áratugar síðustu aldra og miðaði fyrst og fremst að kostnaðarlækkun. Stærri fyrirtæki voru í sterkustu stöðunni til að keppa um verð og í dag eru tvö stór einkafyrirtæki með um helminginn af einkavæddum markaði öldrunarþjónustunnar sem einnig veita þjónustu til t.d. fólks með fötlun, barnaverndargeirans og hælisleitenda. Þessi fyrirtæki eru mjög sterk á markaði og í dag byggja þau sjálf húsnæði fyrir starfsemina og veita þjónustuna. Á sama tíma dregur úr samkeppni því erfiðara reynist fyrir nýja aðila að komast inn á markaðinn.

Jón Ingi Cæsarsson, 22.6.2021 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband