Ömurleg sending að sunnan.

0002021  5.6 sólardagur 2-0299Sextíu og fjögurra ára gamalli konu með 20 ára starfsreynslu var sagt upp störfum á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri á dögunum, en ætla má að uppsögnin sé liður í hagræðingaraðgerðum nýrra rekstraraðila heimilisins, sem tóku við fyrir skemmstu.

 

Þá höfum við það beint í hausinn.  Einkavæðing hjúkrunarheimilanna á Akureyri birtist í sinni grimmustu mynd.  Þaulvönu starfsfólki sagt upp í nafni hagræðingar og væntanlega á að ráða aðra á lægra kaupi.

 

Eitthvað sem spáð var að gerðist og eigendur Heilsuverndar höfðu neitað.

 

Svona fyrirtæki er sannarlega ekki velkomið í bæinn. Hreinlega til skammar að sjá hvað þeir ætla sér. Væntalega fyrsta málið af mjög mörgum og starfsmönnum haldið í ótta og áhyggjum. 

 

Sumir skamma Akureyrarbæ fyrir athæfið en varla við bæinn að sakast, átti ekki möguleika að reka bixið með hundruða milljóna tapi á hverju ári. Þessi rekstur er á ábyrgð ríkisins og ekki um annað að ræða en skila honum.

 

En þeir sem bera raunverulega ábyrgð á að hleypa ábyrgðarlausu fyrirtæki að þessum rekstri eru Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðherra.  Sjúkraheimilin eru í raun svelt inn í einkavæðingaráform Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna.

 

Það gætu orðið vandræði fyrir þetta fyrirtæki að reka heimilin á Akureyri í framtíðinni.

 

Svona spyrst út og áhuginn verður væntalega takmarkaður að vinna hjá svona vinnuveitanda.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband