1.6.2021 | 16:34
Íbúalýðræðið sigraði á Oddeyri.
Akureyringar vilja lágreista byggð á Oddeyri, miðað við niðurstöðu ráðgefandi íbúakosningar um aðalskipulag svæðisins sem lauk í gær. Lang flestir greiddu gildandi aðalskipulagi svæðisins atkvæði, 67% þeirra sem tóku þátt. Í henni felst að hús geti verið 3 til 4 hæðir. Þar á eftir kom auglýst tillaga, en skv. henni geta hús verið 6 til 8 hæðir og því næst málamiðlunartillaga með 5 til 6 hæða húsum að hámarki.
(akureyri.net)
Nú liggja fyrir niðurstöður í íbúakosningu á Akureyri. Akureyringar skiluðu afgerandi niðurstöðu, óbreytt skipulag með 3-4 hæða húsum.
Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart og alveg í samræmi við þá tilfinningu sem ég persónulega hafði. Tæplega 70% hafna ferðalagi bæjarstjórnar og skipulagsráðs í þessu máli.
Miðað við fjölda kjósenda í síðustu kosningum þar sem 66,3% greiddu atkvæði eða 9.083 þá er þátttakan í Oddeyrarkjörinu rúmlega 42% miðað við þá þáttöku. Til að sjá heildarmyndina þarf að nefna þetta saman. Auðvitað vildi ég sjá meiri þátttöku en kannski óraunhæft að gera slíka kröfu.
Ég tek hatt minn ofan fyrir bæjarstjórn Akureyrar að fara þessa leið, vonandi ávísun á meira íbúasamráð í framtíðinni.
En hverjar eru svo niðurstaða þessa máls svona samandregið ?
- Akureyringar vilja meira íbúalýðræði.
- Akureyringar hafna verktakalýðræði.
- Akureyringar vilja uppbyggingu á hófsömum nótum.
- Akureyringar standa saman þegar á bjátar.
- Akureyringar hafna vinnubrögðum bæjarstjórnar og skipulagsráðs í málefnum Oddeyrar.
Fyrir liggur svipað mál við Tónatröð.
Gera má ráð fyrir að þar verði miklar deilur og margir munu vilja hafna þeim vinnubrögðum sem þar eru viðhöfð. Verktakalýðræði, ekkert samráð og brjálæðislegar tillögur úr öllum takti við veruleikann.
Bæjarstjórn hefur vonandi lært að Oddeyrarmálinu og láti Tónatröðina ekki fara í sama farveg. Ef svo heimskulega verður staðið að málum munu bæjarbúar krefjast íbúðalýðræðis og krefjast þess að fá að segja sitt í íbúakosningu. Við vitum næstum fyrirfram hvernig slík kosning fer ef tillögurnar verða eins og sýnt hefur verið fram að þessu.
Til hamingju Akureyringar, við unnum þessa lotu.
Jón Ingi Cæsarsson áður formaður skipulagsnefndar 2006 - 2010.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Reykkvíkingar eru ekki svona lánsamir Jón.
En til hamingju með þetta.
Meira af þessu.
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested, 1.6.2021 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.