29.5.2021 | 22:52
Zeppelinarkitektinn í ruglinu.
Orri Árnason, arkitekt hjá Zeppelin arkitektum, segir furðulegt að Akureyrarbær hafi sniðgengið tillögu hans og byggingaverktakans SS Byggir að uppbyggingu á Oddeyrarreitnum. Rafræn íbúakosning stendur nú yfir á vef sveitarfélagsins og eru þrjár tillögur undir. Kosningunni lýkur á morgun.
Orri Árnason arkitekt er í furðulegu ferðalagi. Hann botnar hvorki upp né niður í því að seglatillaga hans skuli ekki vera borin undir atkvæði bæjarbúa.
Mikil umræða hefur verið um 11 hæða seglatillögur Orra og í reynd hefur þeim verið hafnað að öllum hagsmunaaðilum, m.a. flugyfirvöldum, hafnaryfirvöldum, Vegagerð, Minjastofnun og mörgum fleirum svo ekki sé talað um hundruð Oddeyringa og annarra bæjarbúa.
Arkitektinn er samt svo upptekinn af eigin ágæti að hann skilur greinilega ekki þau skilaboð sem allir vita þó, hugmyndum hans er hreinlega hafnað.
Samt sér hann ástæðu til að senda bæjarbúum og bæjarstjórn pillur fyrir að taka ekki með tillögur HANS með í atkvæðagreiðslu bæjarbúa. Þessar tillögur eru úr öllu korti og hreinlega galið að halda að þær séu gjaldgengar í atkvæðagreiðslu hjá bæjarbúum á Akureyri.
Auk þess hikar arkitektinn ekki við að halda því fram að deilur um þessi svæði hafi staðið í áratugi. Það rétta er að starfshópur undir minni stjórn setti fram fyrstu hugmyndir um uppbyggingu á Eyrinni og Tanganum 2010 og rammskipulag Oddeyrar var staðfest fyrir örfáum árum.
Svo er þessi undarlega vísan í seglin á Pollinum og skútur sem Gránufélagið gerði út fyrir 150 árum+ er í besta falli furðulegt og langsótt fyrir þá kynslóð sem nú gengur um Akureyri nútímans.
Það er hreinlega ekkert í þessum 11 hæða kössum sem minnir á segl lítilla skipa fyrir bráðum tveimur öldum. Arkitektar gleyma sér stundum í sínum litla hugmyndaheimi við teikniborðið.
Akureyringar eru að kjósa um ásýnd heimabæjar síns á sínum eigin forsendum. Þeir þurfa ekki á hugmyndasmíð arkitekta sem eru í engum tengslum við Akureyringa og Akureyri.
Auðvitað skilur maður að arkitekt með metnað vill láta ljós sitt skína. En það ljós sem hann vill troða upp á Akureyri er villuljós úr öllum takti við þann raunveruleika sem hér ríkir.
Jón Ingi Cæsarsson
í Skipulagsnefnd Akureyrar 2002 - 2010.
Bæjarstjórn verður að gyrða sig í brók | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.