Ríkisstjórn þeirra ríku og valdamiklu.

Tekjur ríkisins af veiðigjöldum þessa árs eru áætluð 30% lægri en á síðasta ári. Í fjárlögum 2020 eru tekjur af veiðigjöldum áætluð 4.850 milljónir króna. Í fjárlögum síðasta árs 2019 voru tekjurnar áætlaðar 7 milljarðar króna. Lækkunin er um 30% milli ára.

Ríkisstjórn VG er skelfileg og áherslur hreinlega þjóðhættulegar.

Á meðan heilbrigðskerfið molnar niður lækka ráðamenn veiðigjöld.

Það er gert þegar milljarðar renna í vasa eigenda þessara fyrirtækja.

Það er skelfilegt að horfa á VG í þessari stöðu og heilbrigðisráðherrann getur ekkert gert í fjárskorti Landspítala.

Grátlegt að heyra vælið í henni í fréttum í gær.

Þessi ríkisstjórn skríður fyrir útgerðarmönnum, tilfinningin er að það eigi að jarða Samherjamálið og sjávarútvegsráðherra rífur kjaft. Allir sá hversu fullkomlega vanhæfur er í þessu starfi.

En þar situr hann keikur í umboði VG og Framsóknar og siðferði á þeim bænum er jarðað.

Það er hreinlega að verða þjóðarnauðsyn að þessi ríkisstjórn fari frá völdum og inn komi ríkisstjórn sem hugsar um þjóðarhag fyrst og síðast.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband