Krúttin á Eyrinni.

0 2017 00000 8 des-3391Oddeyrin er fallegt hverfi, fjölbreytileg húsagerð, rólegt mannlíf og mikið um söguleg hús og staðir.

 

Árið 1927 vildi arkitekt Íslands að Eyrinni yrði þéttbýlt svæði með allt að 30.000 íbúa. Hugsun hans var að rífa stóran hluta gömlu húsanna og reisa önnur og hærri í stað þeirra. Það gekk eftir á þremur stöðum, Sambyggingin og Vopnahúsið risu við Gránufélagsgötu ( Vopnahúsið er einn stigagangur af þremur ) og miklu síðar reis eitt hús við Strandgötu 37. Meira varð það ekki en við Norðurgötu eru auðar lóðir þar sem hús voru flutt á brott og til stóð að reisa önnur og hærri.

Það varð ekki.

 

Bæjarfulltrúi nokkur kallaði Eyrina krúttbyggð sem þyrfti ekkert endilega að vera þannig áfram. Kannski var þetta sett fram Eyrarpúkum til minnkunar, veit það ekki, en þessi orð bæjarfulltrúans vöktu marga til umhugsunar. Kannski var það bara málið að Eyrarpúkar vildu bara halda áfram að vera krútt í krútthverrfi. Fullgilt sjónarmið og sannarlega er það notalegt umhverfi að búa við þannig aðstæður.

 

Hverfið þarf á endurreisn að halda, bæði á eldri svæðum íbúðabyggðar þar sem þarf að taka til hendinni víða, byggja upp á auðum lóðum þar sem hús hafa horfið og síðast en ekki síst að bæjaryfirvöld girði sig í brók og skipuleggi endurnýjun gatna og annarra innviða hverfisins til framtíðar. Þar vantar mikið á og draumur Eyrarpúka ( krúttanna á Eyrinni ) að Eyrin gangi í endurnýjun lífdaga í sama takti og Innbærinn.

 

Og að lokum að við sjáum Keldurhverfið byggjast upp með húsum og mannlífi sem rímar við annað á Oddeyri.

 

Þá verðum við alvöru krútt í alvöru krútthverfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband