28.7.2018 | 09:44
Ábyrgð Alþingis og alþingismanna.
Ástand vega á Íslandi er hörmulegt.
Er hvergi verra í Evrópu segir framkvæmdastjóri FÍB.
Það er örugglega ekki ofmælt, á hvert sinn sem farið er út á þjóðvegi landsins finnur maður fyrir stöðunni.
Holur, skemmdir vegkantar, óheflaðir malarvegir, slysagildrur á einbreiðum brúm og svo mætti lengi telja.
Viðhald og uppbygging vegakerfisins er síðan sorgarsaga.
Helmingi þess fjár sem ætlað er til vegakerfis og viðhalds þess er hreinlega stolið á Alþingi og það sett í annað.
Ábyrgð ráðherra og alþingismanna er mikil og framkoma þeirra við gerð fjárlaga er næstum glæpsamleg.
Þeir bera ábyrgð á vegakerfi sem er að grotna niður og þótt aðeins hafi verið bætt í þá vantar enn mikið á að þeir skattar sem landsmenn eru að greiða til þessa kerfis skili sér.
Áfram er því stolið á Alþingi, hvert það fer veit enginn.
Vegakerfið á Íslandi er í anda þriðja heims vegakerfa, sennilega þó heldur verra ef eitthvað er.
Alþingi og ráðherrar hafa tækifæri til að taka til í eigin ranni og í það minnsta að skila því fé sem ætlað er til vegamála í stað þess að taka það ófrjálsri hendi.
Það væri góður áfangi og stórt skref til úrbóta þó væntalega vanti mikið á að þangað sé hægt að sækja þá milljarðatugi sem vantar til viðhalds og uppbyggingar, svo ekki sé talað um nýframkvæmdir.
En það er varla hægt að leyfa sér að vera bjartsýnn á áherslubreytingar með þennan samgönguráðherra og þennan fjármálaráðherra.
Það par er ekki líklegt til að horfa til aukinna fjárframlaga og uppbyggingar.
Því miður.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818826
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.