Ábyrgð Alþingis og alþingismanna.

„Vegirnir hafa verið að grotna niður síðan eftir hrun,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. „Það er virkilega þörf á þjóðarátaki til að ná endum saman. Þetta er mjög dapurt. Sem betur fer eru menn aðeins að spíta í lófana en betur má ef duga skal.“ Töluvert hefur vantað upp á viðhald vega undanfarin ár. Á sama tíma og ferðamönnum hefur fjölgað hefur dregið saman í viðhaldi vegakerfisins.

Ástand vega á Íslandi er hörmulegt.

Er hvergi verra í Evrópu segir framkvæmdastjóri FÍB.

Það er örugglega ekki ofmælt, á hvert sinn sem farið er út á þjóðvegi landsins finnur maður fyrir stöðunni.

Holur, skemmdir vegkantar, óheflaðir malarvegir, slysagildrur á einbreiðum brúm og svo mætti lengi telja.

Viðhald og uppbygging vegakerfisins er síðan sorgarsaga.

Helmingi þess fjár sem ætlað er til vegakerfis og viðhalds þess er hreinlega stolið á Alþingi og það sett í annað.

Ábyrgð ráðherra og alþingismanna er mikil og framkoma þeirra við gerð fjárlaga er næstum glæpsamleg.

Þeir bera ábyrgð á vegakerfi sem er að grotna niður og þótt aðeins hafi verið bætt í þá vantar enn mikið á að þeir skattar sem landsmenn eru að greiða til þessa kerfis skili sér.

Áfram er því stolið á Alþingi, hvert það fer veit enginn.

Vegakerfið á Íslandi er í anda þriðja heims vegakerfa, sennilega þó heldur verra ef eitthvað er.

Alþingi og ráðherrar hafa tækifæri til að taka til í eigin ranni og í það minnsta að skila því fé sem ætlað er til vegamála í stað þess að taka það ófrjálsri hendi.

Það væri góður áfangi og stórt skref til úrbóta þó væntalega vanti mikið á að þangað sé hægt að sækja þá milljarðatugi sem vantar til viðhalds og uppbyggingar, svo ekki sé talað um nýframkvæmdir.

En það er varla hægt að leyfa sér að vera bjartsýnn á áherslubreytingar með þennan samgönguráðherra og þennan fjármálaráðherra.

Það par er  ekki líklegt til að horfa til aukinna fjárframlaga og uppbyggingar.

Því miður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband