17.12.2017 | 14:26
Gamla ljónið orðið tannlaust.
Steingrímur J. Sigfússon segir VG ekki skorast undan ábyrgð þrátt fyrir að áherslur VG og Sjálfstæðisflokksins séu fjarlægar.
( viðskipablaðið 2016 )
______________
Steingrímur var löngu farinn að horfa til Sjálfstæðisflokksins með samstarf. Þessi grein birtist í Viðskiptablaðinu fyrir einu ári þegar Sjálfstæðisflokkurinn var að munstra Bjarta og Viðreisn á Valhallarbátinn.
Steingrímur sat þar hjá og horfði vonaraugum til Bjarna. Það gekk svo eftir núna, Bjarni stökk á Grím og landaði honum. Kostaði aðeins meira en síðast en hvaða máli skiptir það þegar maður ræður hvort sem er öllu.
Gamli sósialistinn hefur nú verið bundinn við bryggju í forsetastól Alþingis, fær væntalega málverk af sér og væntalega verður hann ekki í framboði næst.
Þetta segja kunnugir að hafi verið draumur gamla baráttumannsins, fá fallegt og þægilegt sæti í ellinni og vera alltaf í mynd á Alþingisvefnum.
Það er sannarlega búið að draga allar vígtennur úr gamla ljóninu, það hefur fengið mjúkt og þægilegt sæti í horninu hjá Sjálfstæðisflokkunm, öróttur og móður eftir áratuga baráttu við íhaldsöflin.
If you can"t beat them, join them.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg eiga Vinstri Græn risa-stórt hrós skilið að hafa sagt Samfylkingunni að fara fjandans til.
Hrossabrestur, 17.12.2017 kl. 14:42
Á Steingrímur skilið svona eftirmæli Jón? Fyrir hvað stóð Steingrímur J. sem stjórnmálamaður? Margir myndu eflaust svara þeirri spurningu vitlaust. Rétta svarið er nefnilega að Steingrímur hefði átt að vera kyrr í Framsóknarflokknum. Þrátt fyrir alla lærðu frasana og sýndarróttæknina þá brást hann aldrei ungmennahugsjón 20.aldar framsóknarmanna þegar á reyndi. Baráttan snérist bara um hann sjálfan og sviðsljósið. Eitt orð dugir til að lýsa Steingrími. Einfari.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 17.12.2017 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.