Sjálfstæðisflokkurinn með " afgerandi " forustu.

Þingflokkur Samfylkingarinnar gæti þrefaldast að stærð að loknum kosningum. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins fengi flokkurinn rúmlega 14 prósenta fylgi ef kosið væri nú. Hann var með 5,37 prósenta fylgi eftir kosningarnar fyrir ári.

Fyrirsagnir sumra fjölmiðla er sérstakar.

Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forustu.

Sannarlega fær hann 24,1% og VG 19,2%.

Tæplega þriggja prósenta forskot er varla mjög afgerandi.

Sannarlega er fall VG úr 27% í 19% vel marktækt og enn tveir dagar til kosninga.

En þrátt fyrir að Sjálfstæðsflokkurinn sé með þetta fylgi í könnun er það staðreynd að aðeins einu sinni í sögu flokksins hefur fylgið verið minna en hann nú mælist með. Fylgið komið inn að beini og fer ekki mikið lægra en þetta.

Það var 2009 eftir hrunið, þá fékk flokkurinn 23,7%. Sannarlega eru 24% hrunfylgi fyrir flokk sem fékk meira en 40% í fyrstu kosningum þessarar aldar.

Viðreisn hefur aðeins lyft sér og þar má líklega þakka nýjum formanni og betri ásýnd en var með gamla formanninn í forustu. Hvort það dugar skal ósagt látið en einn kjördæmakjörinn væri ekki fráleitt.

Samfylkingin fær nú mesta fylgi sem hún hefur mælst með könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins, rúmlega 14% sem er gott stökk úr 10% í næstu könnun á undan. Að fá 10 þingmenn væri stórsigur og lykill að myndun félagshyggjustjórnar.

Framsókn er í vondum málum og Miðflokkurinn tapar frá síðustu könnun. Líklega höfum við séð hæstu tölur hjá honum, enda líklega í 7% á lokasprettinum. Varla fara gjafaloforð formannsins að virka til fylgiauka, þar er hinn fullkomni poppulismi í hávegum hafður.

Flokkur fólksins og Björt framtíð sigla rólega utan þingmannafylgis.

Hvernig mun svo ganga að mynda ríkisstjórn úr þessu kraðaki er umhugsunarefni.

Það sem þessi könnun sýnir er að það verður mjög erfitt og myndun fjögurra flokka stjórnar frá miðju til vinstri er á mörkunum.

Ekki mynda Sjálfstæðisflokkur og VG tveggja flokka stjórn.

Ef ekkert breytist gætum við verið að kjósa okkur inn í glundroða og skammtímastjórn, ef myndun stjórnar yfirleitt tekst.

En það eru enn tveir dagar í kosninga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er alls ekki afgerandi og spurning hvar skekkjumörkin liggja. Mjög erfitt að treysta á kannanir þegar fylgið sveiflast jafn mikið og það hefur verið að gera núna. Ný framboð rugla líka stöðuna, sérstaklega Simmaflokkurinn. Verður spennandi að sjá hvernig honum gengur - það verður að viðurkennast að foringinn stóð sig ansi vel á RÚV í gær.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.10.2017 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband