Erum við skussar í loftslagsmálum ?

Mat_loftslagsryniUmræður um loftslagsmál eru háværar víða um heim. Annarsstaðar örlar varla á þeirri umræðu og Ísland verður líklega að teljast í þeim hópi.

Nú er örstutt í kosningar til Alþingis og ætla mætti að einhver umræða færi fram um umhverfismál og sérstaklega loftlagsmál

En því er ekki að heilsa og þáttastjórnendur fjölmiðlanna eru varla með nokkra spurningu í pússi sínu varðandi þá málaflokka.

Dauðyflisháttur eða áhugaleysi, kannski hvorutveggja.

Að óbreyttu stefnir í að Ísland muni ekki standa við skuldbindingar sínar varðandi það að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030. Kveðið er á um skuldbindingarnar í Parísarsamkomulaginu en Alþingi fullgilti samkomulagið síðastliðið haust.

( visir.is )

Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál fyrir Ísland en því miður er lítil sem engin umræða í pólitíkinni.

Kannski hafa þingmenn og stjórnmálaflokkar ekki þol til að horfa lengra en sem nemur einu kjörtímabili.

Annað er sett til hliðar.

Stjórnmálaflokkarnir sinna þessum málum afar mismunandi.

Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fá 0,0 og Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn eru heldur skárri.

Best standa sig Píratar, Samfylkingin næst best og VG í þriðja sæti.

Sennilega er best að kalla þetta tómlæti hjá þeim flokkum sem skora ekki eða lægst.

Kannski nær þessi umræða einhverju flugi, en þá sennilega ekki fyrr en við þurfum að greiða milljarða í losunargjöld.

Það eina sem tikkar á Íslandi er þegar kroppað er úr pyngjunni beint.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband