Hagsmunir LÍÚ og kvótagreifa ofar þjóðarhag og áliti.

Löng yfirlýsing Utanríkisráðuneytisins byggir að mörgu leyti á hártogunum og málkrókum,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), sem segist í grundvallaratriðum standa við það sem hann sagði í útvarpsþættinum Vikulokunum um helgina, þrátt fyrir að ráðuneytið hafi bent í ítrekaðar rangfærslur í máli hans.

Jens nokkur Helgsson mætti í fjölmiðla og útlistaði það fyrir landsmönnum að það bæri að hætta viðskiptaþvingunum á Rússa.

Uppgefin ástæða var að það töpuðust fjármunir vegna þess.

Umrædddur Jens telur það sjálfgefið að Ísland hætti að styðja vestrænar þjóðir og gefi upp á bátinn að refsa Rússum fyrir brot á alþjóðasamþykktum.

Að mati talsmanns LÍÚ eru peningahirslur samtakanna og félagsmanna hans mikilvægari þáttur en álit Íslands á alþjóðavettvangi.

Svo þegar flest það sem þessi talsmaður sagði í þessum þætti er hrakið rís hann upp kokhraustur og finnst það ekkert tiltökumál að hafa skellt fram nokkum rangfærslum og ósannindum.

Allt fyrir málstaðinn enda bara í ómerkilegum spjallþætti.

Niðurstaðan er því að LÍÚ þykir hagur sinn og félagsmanna sinna mikilvægari en Ísland og álit þess.

Sorglegt - ekki satt ?

Reyndar heitir þetta víst ekki LÍÚ lengur, það var orðið of heitt nafn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 820287

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband