22.7.2015 | 11:13
Styrmir Gunnarsson og lýðræðið.
______________
Styrmir Gunnarsson er fullorðinn maður, næstum gamall maður.
Það er því eðlilegt að mörgu leitI að hann tali í gömlum gildum og hafi gamaldags viðhorf gagnvart lýðræði og nútímalegri hugsun.
Hann ólst upp við að stjórnmálamenn og flokkar tækju allar ákvarðanir, kjósendur, fólkið í landinu og skoðanir þess skiptu engu máli, nema á fjögurra ára fresti þegar gömlu pólitíkusarnir þurftu á kjósendum að halda til að halda völdum og vinnu.
Það er því honum fullkomlega framandi að skoðanir kjósenda á ESB málum, séu að þeir vilji taka ákvarðanir fyrir sig og sína í þjóðaratkvæði.
Mikill meirihluti vill fá að kjósa um þessi mál.
En það skilur Styrmir ekki ( er fyrirgefið það því hann þekkir þetta ekki) og vill loka öllum dyrum til framtíðar þannig að komandi kynslóðir geti ekki haft áhrif á líf sitt og umhverfi.
Hann vill að Sjálfstæðisflokkurinn ráði því, og valdahafar þar.
Auðvitað eru svona viðhorf að hverfa með hverfandi kynslóð.
En nokkrar risaeðlur eru enn að reyna að halda í gömul gildi og viðhorf og satt að segja eru þær langt yfir landsmeðaltali í Heimssýn og í kringum Styrmi Gunnarsson.
Auðvitað þýðir ekkert að koma mönnum að þessari kynslóð í skilning um að það eru breyttir tímar.
Fólk vill aukið lýðræði og vald til að ákveða sína framtíð í stórum málum.
En Styrmir og félagar eru bara þarna og andlýðræðisleg sjónarmið þeirra eru víkjandi og eiga sér færri og færri talsmenn.
Þeir tímar eru vonandi liðnir sem Styrmir talar fyrir...
FLOKKURINN ALLT !
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er hann ekki bara að fylgja merki Dags sem setur flugvöllinn ekki í atkvæðagreiðslu sem er aftur að fylgja merki Vigdísar sem setti EES ekki í atkvæðagreiðslu. En hún var ansi skemmtileg sjálfsupphafningarhátiðin hennar Vigdísar. Ólafur Ragnar hefði ekki getað gert betur.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.7.2015 kl. 11:47
Sæll Jón Ingi
Þó svo að menn steli umboði kjósenda, svíki það og afbaki, daginn eftir kosningar til Alþingis 2009, þá er það svo að enn er þjófnaður bannaður og það á ekki að koma þjófum upp á að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um þjófnað þeirra.
Umsóknin inn í Evrópusambandið var lýðræðislegur þjófnaður. Svo út með hana!
Þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda. Það eru ekki kjósendur sem sækja umboð sitt til vafasamra afla á borð við þau sem afbökuðu umboð þeirra til að sækja um inn í Evrópusambandið í kjölfar kosninganna 2009.
Það er beint ógeðslegt (en algerlega í anda fyrrverandi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna) að þeir (og það voru einmitt Samfylkingin og Vinstri grænir) sem neituðuð þjóðinni um aðkomu að þessu máli í upphafi þess, krefjist þess nú að þjóðinni sé gert skylt að kjósa um þjófnað og kosningasvik þar sem umboð kjósenda var haft að engu af þeim sjálfum.
Og ofaní kaupið er enn reynt að ljúga því að almenningi að fram hafi farið aðildarviðræður. Það er ekkert til sem heitir aðildarviðræður við ESB, heldur eru innlimunarviðræður það eina sem lagalega getur farið fram, samkvæmt lögum og regluverki ESB-gengisins.
Það eina rétta í stöðunni væri að draga Vinstri græna í Landsdóminn fyrir kosningavik og Samfylkinguna fyrir lygar og undirróður.
Þessi færsla þín um Styrmir Gunnarsson er þess utan svo ósmekkleg að hún getur einungis komið úr tvístruðum krónískum Samfylkingarheila. Ég trúi því varla að þú sjálfur hafi skrifað hana.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 22.7.2015 kl. 13:37
Elín, það var atkvæðagreiðla meðal reykvíkinga um veru flugvöllarins árið 2001, meirihluti vildi hann burt. Geri ráð fyrir að eftir þeirri niðurstöðu hafi síðan verið unnið af öllum flokkum. Fyrir kostningar 2009 voru allir flokkar utan VG með það á sinni stefnuskrá að hefja aðildarviðræður við ESB. Við stjórnarmyndun samþykkti VG að fara í viðræður, en með því eðlilega skilyrði að setja síðan samninginn í þjóðaratkvæði. Með þetta veganesti voru viðræður hafnar, engu stolið, ekkert svikið eða afbakað Gunnar. Hins vegar eru kjósendur núverandi stj.flokka marg sviknir, öll loforð afbökuð og öllu stolið sem hægt er að stela frá almenningi. Króatía er síðasta landið sem varð aðili að ESB, 2012 var þar þjóðaratkvæðagreiðsla um þann samning sem fyrir lá, hann var samþykktur með naumum meirihluta. Hvað hefði gerst Gunnar Rögnvaldsson, ef samninginum hefði verið HAFNAÐ??? Gaman væri að fá þína(heims)sýn á þann möguleyka!
Jónas Ómar Snorrason, 23.7.2015 kl. 07:04
Þetta er nú ekki alls kostar rétt hjá þér Jónas. Kristinn H. Gunnarsson útskýrir þetta ágætlega í nýjasta pistlinum sínum. Við getum gengið út frá því að yfirgnæfandi meirihluti Reykvíkinga og landsmanna allra sé sammála honum:
Kosningin árið 2001 varð ómarktæk samkvæmt því sem fyrirfram var ákveðið. Borgarstjórn setti sér þá samþykkt að niðurstaðan yrði bindandi, ef annars vegar a.m.k. 75% atkvæðisbærra manna tæki þátt og þá myndi gilda vilji þeirra sem fleiri væru eða hins vegar ef þátttakan yrði minni en 75% gæti niðurstaðan engu að síður orðið bindandi ef meira en 50% af atkvæðisbærum myndi greiða öðrum hvorum kostinum atkvæði sitt. Það jafngildir a.m.k. 2/3 af þeim sem mættu og kusu myndi styðja annan hvorn kostinn. Þessi skilyrði voru að mörgu leyti eðlileg og til þess að fallin að tryggja að bindandi niðurstaða myndi byggjast á almennum stuðningi.
Þátttakan í þessari sögulegu atkvæðisgreiðslu varð aðeins 37%. Það er fjarri því að vera bindandi niðurstaða. Það sem einnig er athyglisvert að fylkingarnar voru nánast jafnstórar 14.913 vildu völlinn burt en 14.529 ekki. Svo vilji þáverandi borgaryfirvalda var langt frá því að fá nægilegan stuðning.
Síðan hafa allar skoðanakannanir sýnt stöðugan yfirgnæfandi vilja bæði borgarbúa og landsmanna allra fyrir því að hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni. Sú síðasta er frá 2014 og samkvæmt henni vilja 81% landsmanna hafa völlinn í Vatnsmýrinni og 71% Reykvíkinga eru sama sinnis.
Sjötíu þúsund skrifuðu árið 2013 undir mótmæli við áformum um að flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni. Þar af voru 20.000 undirskriftir Reykvíkinga. Þetta er fjölmennasta undirskriftasöfnunin til þessa.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.7.2015 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.