27.4.2015 | 16:50
Standa og falla með láglaunastefnunni.
_______________
Það stefnir í óefni á Íslandi næstu vikur.
Tugir þúsunda launamanna eru á leið í verkfall Þau munu hefjast í lok þessarar viku hjá Starfsgreinasambandinu, BHM er í verkfalli að stórum hluta og nú hafa Flóabandalagið og VR bæst í þann stóra hóp sem slitið hefur viðræðum.
Mörg iðnaðarmannafélög eru í sömu stöðu.
Ef ekkert gerst munu flestar atvinnugreinar stöðvast og ferðamannabransinn mun hrynja.
Vafalaust fara að dynja á afbókanir í þúsundatali, ferðamenn mæta ekki til landa þar sem verkföll eru yfirvofandi.
SA haggast ekki frá 3,8% yfirlýsingum og ríkisstjórnin segist kannski koma að með innlegg ef þeim markmiðum verði haldið.
En staðan er einfaldlega sú að samninganefndir verkalýðsfélaganna hafa ekki nein umboð til að slá af þeim kröfugerðum sem fyrir liggja.
Staðreyndin er þar af leiðandi sú, að SA ætlar að standa og falla með láglaunastefnunni og verkalýðsfélögin ætla ekki að bjóða félögum sínum í annað sinn á rúmu ári, að axla einir ábyrgð á stöðugleikanum.
Sá pakki er búinn m.a. vegna vanefnda ríkisvaldsins vegna síðasta samnings.
Traustið hvarf milli stjórnvalda og launamanna þá.
Síðan hafa stjórnvöld samið við hálaunastéttir um miklu meiri hækkanir en nú eru í boði.
Slíkt gengur auðvitað ekki.
Umræðan síðustu daga, sérstaklega hjá stjórnvöldum að verkföll séu af hinu illa og það læðist sá grunur að ýmsum að ríkisstjórnin hyggist setja lög á verkföll.
Hvaða afleiðingar slíkt hefði er ekki gott að segja fyrir.
Allavegana er nokkuð ljóst að gríðarlegt uppnám yrði í þjóðfélaginu og ef til vill gæti það leitt til þess að núverandi stjórnarflokkar yrðu bornir út úr stjórnarráðinu á svipaðan hátt og gerðist 2008.
En hvað öllu líður, það stefnir í mikil átök og uppnám á vinnumarkaði.
Sérkennilegt svona í kjölfar þess að fjölmiðlar upplýstu okkur í gær um að við værum næst-hamingjusamasta þjóð í heimi.
Viðræðum VR og SA slitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818826
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón Ingi, Það er vitað að ef gengið verður að kröfum verkalýðsfélagana, þá mun það skapa óðaverðbólgu. Árið sem var að líða hefur sýnt það og sannað vandi íslendinga varðandi krónuna er ekki tilkominn vegna gjaldmiðilsins heldur vegna ASÍ og víxlhækkana launa og verðlags.
Annars þykir mér það merkilegt að vita hvað framkvæmdastjóri samfylkingarinnar og varaþingmaður hennar er að gera innan BHM sem formaður. Er það ekki skilgreiningin á spillingu
Brynjar Þór Guðmundsson, 28.4.2015 kl. 06:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.