20.4.2015 | 13:35
Er Ísland spillt þróunarríki ?
(visir.is)
______________
Umræðan á Íslandi í gegnum áratugina hefur verið einsleit og grunn.
Upp á síðakastið hefur aðeins örlað á því að verið sé að taka umræðu um grunnvallarvanda íslensks þjóðfélags.
Umræða stjórnmálamanna, sérstaklega hægri manna hefur verið einsleit, stefnumörkun engin og fyrst og fremst hugsað um að réttu ættirnar og réttu einstaklingarnir fái aðstöðu að taka til sín sem mest af þjóðarauðnum.
Kvótakerfið er gjafakerfi stjórnmálamanna til fáeinna auðmanna sem í staðinn hygla þeim stjórnmálaflokkum sem vilja verja fyrir þá kerfið.
Rotið kerfi.
Orkan okkar er seld á undirmálsverði til fáeinna risahringa sem flest þróuð lönd vilja ekki hafa hjá sér.
Landbúnaðarkerfið er flokkspólítskt kerfi sem gengur út á að koma hluta af þjóðarauðnum til fáeinna framleiðanda sem síðan maka krókinn á kostnað neytenda og bænda.
Gjarnan kölluð kaupfélög eða eitthvað í þeim dúr.
Stjórnmálamenn tala látlaust um að þetta og hitt þurfi að einkavæða, væntalega til að koma afrakstrinum til sérvalinna vildarvina.
Heibrigðiskerfið, póstþjónustan, Landsvirkjun, girnilegir bitar handa sjálftökuliðinu.
Bankar og fjarskiptafyrirtæki voru að mestu einkavædd í síðustu hrinu sjálftökunnar á Íslandi á árunum um síðustu aldamót.
Það fór allt saman í hruninu.
Hagsmunir hins almenna Íslendings eru aukaatriði og láglaunastaða Íslands miðað við þau lönd sem við viljum bera okkur saman við er himinhrópandi.
Gamalkunnur söngur sjálftökuhópanna um að ekkert sé til skiptanna rís hátt þessa dagana, eins og alltaf þegar almennt launafólk vill fá bætt kjör.
Bætt kjör almennings eru eitur í beinum sjálftökufurstanna eins og alltaf hefur verið.
Þegar horft er til baka og einnig til framtíðar þá má glögglega sjá að enn og aftur ætla stjórnmálamenn og aðrir sem hagsmuna hafa að gæta að ganga í þjóðarauðinn og moka honum inn á eigin reikninga, kannski í skattaskjól erlendis.
Það er því erfitt að víkja frá þeirri hugsun að Ísland sé í raun spillt þróunarríki þar sem reglurnar eru samdar og framkvæmdar af spilltum stjórnmálamönnum og spilltum fjármagnseigendum.
Og þessu kerfi vilja þeir halda til efsta dags, sjálftökuliðið ver hagsmuni sína með harðneskju og njóta við það dyggilegrar aðstoðar stjórnmálamanna sem taka þátt í leiknum.
Almenningur síðan líður fyrir kerfið.
Fátæklingar í ríku landi.
Viljum við svona Ísland til framtíðar ?
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818826
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.