Um hvað sömdu tæknimenn hjá RUV ?

Skrifað var und­ir nýj­an fyr­ir­tækja­samn­ing milli RÚV og tækni­manna á fundi hjá Rík­is­sátta­semj­ara og samþykktu 40 af þeim 42 sem kusu. Var samn­ing­ur­inn svo samþykk­ur með mikl­um meiri­hluta tækni­manna. Þar með verður ekk­ert af fyr­ir­huguðu verk­falli sem hefði sett dag­skrá RÚV úr skorðum.

______________

Í öllum því kraðaki stéttarfélaga, sem eru að reyna að semja samkvæmt kröfugerðum upp á nokkrar kjarabætur, gengur hvorki né rekur.

En mitt í öllum þessum vandræðum semja tæknimenn hjá RÚV sem er í sjálfu sér gleðilegt.

Heyrst hefur að ekki fáist upp gefið um hvað var samið en í ljósi þess sem er að gerast á vinnumarkaði þessa dagana getur það varla verið minna en einhver tuga prósenta.

Af hverju ætli þessi samningur sé leyndarmál ?

Er einhver ótti um að hann gæti orðið enn frekara bensín á bálið á vinnumarkaði ?

Vafalaust langar kollega þeirra á almennum markaði að sjá hvað þessi samningur inniber.

Kannski sömdu þeir um þessi 30% á þremur árum sem er kröfugerðin í dag hjá stærstum hluta markaðarins ?

Og ég endurtek.

Af hverju er þetta leyndarmál, eða er hann það kannski ekki ?


mbl.is 40 af 42 samþykktu hjá Rúv
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband