Uppnám yfirvofandi í þjóðfélaginu.

„Fólk er bara orðið reitt. Það er ekki hægt að lifa sóma­sam­legu lífi á þess­um laun­um,“ seg­ir Björn Snæ­björns­son, formaður SGS. „Þegar við bæt­ast hækk­an­ir á mat­ar­skatti og hærri hús­næðis­kostnaður þá er ljóst að staða verka­fólks er orðin óviðun­andi og það nær ein­fald­lega ekki að fram­fleyta fjöl­skyld­um sín­um. Fé­lags­menn okk­ar eru harðdug­legt fólk sem geng­ur óþreytt til sinna verka gegn því að fá sann­gjörn laun.“

_____________________

Uppnám og öngþveiti er yfirvofandi.

Tilraunir atvinnurekenda til að fella verkfallsboðanir á tækinatriðum í stað þess að einbeita sér að samningavirðræðum  hafa reitt launamenn til reiði umfram það sem áður var.

Það er af sama toga tilraunir stjórnvalda gagnvart BHMR.

Úrræðaleysið virðst algjört á vert er að hafa af því verulegar áhyggjur hver framvindan verður.

Ríkisstjórnin skilar auðu og vinnuveitendur bjóða 3,5%

Ekki er séð að nokkuð samkomulag verði um slíkt.

Launamenn eru samstilltari og ákveðnari en nokkru sinni fyrr.

Krafan um 300 þúsund er skiljanleg og eðlilegt að fólk með rúmlega 200 þúsund vilji fá kjarabætur.

En til að slíkar karabætur fari ekki beint út í verðlag og valdi verðbólgu þarf aðgerðir stjórnvalda.

Það er víst ekki í boði.

Auðmenn raka til sín kjarabótum, stjórmálamenn fá launabætur sem telja í hundruðum þúsunda, sbr. forsætisráðherra.

Ríkisstjórnarflokkarnir hækka skatta á nauðþurftir heimilanna og kalla það síðan jöfnun að lækka skatta á frystikistur og ofurskjái.

Engar úrbætur eða stefnumörkun í gjaldeyrismálum, samkeppnismálum og tollamálum. 

Þjóðarvilji hunsaður.

Að mati auðdrengjanna sem stjórna landinu er krónan framtíðargjaldmiðill, og unnið er hörðum höndum að einangra Ísland frá umheiminum.

Það eru erfiðir dagar framundan og vandséð hvernig getulaus ríkisstjórn getur lifað af, eftir að hafa opinberað getuleysi sitt og vanmátt jafn afdrifalaust og núverandi stjórnvöld hafa sannarlega gert síðustu fjögur misseri.


mbl.is SGS boðar harðari verkfallsaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ASÍ forystan undir stjórn Samfylkingarinnar er að drepa verkafólk.Með Gylfa Arnbjörnsson Samfylkingarmann hefur sú stefna verið mörkuð að aðeins skuli samið um lágmarkslaun og síðan eigi fólkið á gólfinu að fara á hnjánum til yfirmannsins og biðja um kauphækkun, og verði að þegja um hvað mikið fæst.Þetta hefur haft í för með sér spillingu og mismunun þar sem topparnir hafa mulið undir sig og þeim sem þeim hugnast.Allt í boði Samfylkingar og Gylfa.Og krafa Samfylkingarliðsins og Gylfa hefur verið að samið skuli í %, sem gerir það að verkum að bil milli þeirra sem fá mest og þeirra sem fá minnst lengist stöðugt.Allt í boði Samfylkingarinnar.Og alls ekki má verkafólk í fiskvinnslu  fá meiri kauphækkun en fólk sem vinnur í verslun, segir Samfylkingin og Gylfi,þrátt fyrir mikinn hagnað fiskvinnslunnsr, og Samfylkingin krefjist aukinnar skattheimtu á fiskvinnsluna.Samfylkingin talar aldrei um launamiskiptinguna í þjóðfélaginu heldur krefst þess að ríkið komi og borgi hitt og þetta og er þá í leiðinni að heimta að ríkið borgi fyrir þá sem mest hafa.Samfylkingin á að skammast sín fyrir að hafa verkalýðinn að fíflum.Og ekki er VG og þeirra lið skárra þar sem launatopparnir hjá ríkinu ráða.

Sigurgeir Jónsson, 10.4.2015 kl. 05:28

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Allt er betra en Samfylkingin nema ef vera skyldi Píratar.Og persónuníð er ekki nýtt hjá Samfylkingunni.Hún hefur stöðugt fjarlægst þann grunn sem fólk hélt að hún byggðist á.Nú er atvinnustefna Samfylkingarinnar sú að hún berst í raun fyrir fátækt.Ekki má vinna olíu á Íslandi.Ekki má virkja.og allt er þetta í sama dúrnum.Ekkert má gera nema þá helst að leggja reiðhjólastíga.Og það er aumt að rödd af landsbyggðinni skuli taka þátt í þessu rugli en kemur ekki á óvart þegar um Samfylkinguna er að ræða.Og persónuníð um auðdrengi lýsir þeim best sem við hefur slíkt.Einn af dáðari mönnum forvera Samfylkingarinnar og forystumaður, var Héðinn Valdimarsson, forstjóri olíufélags.En Samfylkingin er í raun dauð.Þótt hún komist hugsanlega eftir tvö og hálft ár í fjögurra eða fimm flokka ríkisstjórn ,sem verður sjálfsmorð fyrir íslenskt þjóðfélag, þá er hún raunverulega lík.Ekkert bendir til þess að Sjálfstæðisflokkur eða Framsóknarflokkur muni í framtíðinni  láta bendla sig við afturgöngu, sem væri þá Samfylkingin.

Sigurgeir Jónsson, 10.4.2015 kl. 05:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 818129

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband