Marklaust kjaftæði eða nánari upplýsingar á leiðinni ?

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir flest­ar, ef ekki all­ar, stærri lög­manns­stof­ur lands­ins hafa unnið fyr­ir er­lenda kröfu­hafa slita­búa föllnu bank­anna eða full­trúa þeirra. Það hafi einnig helstu al­manna­tengsla­fyr­ir­tæki lands­ins gert.

______________

Ekki eru spöruð stóru orðin hjá SDG eins og vanalega.

Nú reynir á hvort forsætisráðherra upplýsir þjóðina nánar eða hvort þetta er bara venjulegur poppulismi og kjaftæði eins og hefur einkennt ráðherrann í bráðum tvö ár.

Maður trúir að fjölmiðlar gangi eftir nánari fréttum og sönnunum fyrir þessum stóru orðum.

Ef það tekst ekki fer þetta í flokk með hefðbundnu gaspri SDG.

Við bíðum spennt.


mbl.is Kröfuhafarnir njósna og sálgreina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Þú hlýtur að vera bærilega upplýstur! Kemur þér það sem Sigmundur segir á óvart? Nú þekki ég hann nákvæmlega ekkert nema sem fígúru í fjölmiðlum og enn minna þig Jón Ingi. Ert þú ekki gasprari og kjaftaskur?

Herbert Guðmundsson, 10.4.2015 kl. 15:49

2 identicon

Jón Ingi, tókstu eftir því hver var dubbuð upp í stjórnarformann Byggðastofnunar?

Móri (IP-tala skráð) 10.4.2015 kl. 16:08

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég er bara einfaldur hlustari sem bíð eftir að vísdómur hrjóti af borði SDG.

Hef ekkert að gaspra um, einfaldur maðurinn, Herbert.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.4.2015 kl. 16:50

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Nei Móri, ekki grun.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.4.2015 kl. 16:50

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er greinilegt að Samfylkingin veit lítið í sinn haus.Það er ekkert leyndarmál hvaða

lögmannstofur hafa unnið fyrir slitastjórnirnar.Slitastjórninrnar sjálfar eru fúsar til að veita Samfylkingunni þær upplýsingar.Þekkingarleysi Samfylkingarinnar er svo yfirþyrmandi að enginn þarf að vera hissa lengur.

Sigurgeir Jónsson, 10.4.2015 kl. 19:27

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og Almannatengslaskrifstofurnar og fólk sem vinnur við almannatengsl stundar ekki svarta atvinnustarfsemi, og mun örugglaga geta frætt Samfylkinguna um hvort unnið hafi verið fyrir kröfuhafana.Það er ekkert verið að fela í þeim efnum.Og Árni Páll getur örugglega frætt einhverja í Samfylkingunni sem þjást af vanþekkingu um þetta.En kanski treystir Samfylkingarfólk honum ekki.

Sigurgeir Jónsson, 10.4.2015 kl. 19:32

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Ingi. Fyrir síðustu alþingiskosningar fór ég eins og svo oft víða. Og eitt sinn fyrir forvitnissakir á fund í Framsóknarhöfuðstöðvunum. Ekki man é hvað var umræðuefnið á þeim fundi nákvæmlega.

En ég get ekki gleymt lausum blöðum sem lágu á víð og dreif um borðin, sem áttu að vera útfyllingareyðublöð um styrkleika og veikleika einstaklinga. Ég fylltist eiginlega hálfgerðri skelfingu yfir því hvernig væri hægt að spila á fólk eftir þessum persónuleikaprófum.

Ekki efast ég um að allir þingmenn eru notaðir með hliðsjón af svona persónuleika-upplýsingum um einstaklingana. Mér dettur ekki  einu sinni í hug að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi ekki vitað af þessari sálfræðiveiðiaðferð á þessum tíma, því hann var sjálfur á fundinum.

Ég get ekki gert neitt annað en beðið almættið að hjálpa honum Sigmundi Davíð, eins og öllum öðrum á Íslandi, út úr þessari vanþroskasvikamyllu andskotans, sem birtist á fundinum. Og hjálpa öllum út úr Alþjóðabanka Páfaveldisins djöfullega og flokkaveldis-fjármálaalræðisins á Frímúrarahertekna og dómsstólasvikna Íslandi.

Hvað eru margir í Frímúrarareglunni á Íslandi, og hver er formaður Frímúrarareglunnar dómsstólastýrandi á Íslandi?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.4.2015 kl. 21:55

8 identicon

"Ég er bara einfaldur hlustari sem bíð eftir að vísdómur hrjóti af borði SDG.

Hef ekkert að gaspra um, einfaldur maðurinn, Herbert."

Ertu ekki að grínast Jón Ingi. Hangir í pilsfaldinum á Árna Páli og bergmálar "boðskapinn" Þú ert að ég held einfaldur, ég tek undir það með þér. Hver hefur sinn djöful að draga og þú ert ekki undanskilinn. Njóttu góðrar helgar með þér og þínum.

Mingó (IP-tala skráð) 10.4.2015 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband