Hruninn Framsóknarflokkur - handónýt ríkisstjórn.

Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins mæl­ist um 11% þriðja mánuðinn í röð skv. Þjóðar­púlsi Gallup sem sagt var frá í frétt­um Rík­is­út­varps­ins í gær.

_________________

Framsóknarflokkurinn er rúinn trausti. Þeir mælast enn með um 11% fylgi og Píratar munu örugglega mælast stærri en Framsókn í næstu könnunum.

Loforðarflaumurinn og vaðallinn í formanninum virkar ekki neitt og flokkurinn er nú í örflokksstærð.

Þrátt fyrir að augljóst sé að Framsóknarflokkurinn hafi nánast ekkert fylgi hjá landsmönnum ætla þeir samt að fara í heimskulegar aðgerðir í fullkominni andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar.

Það er ábyrgðarhluti hjá Sjálfstæðisflokknum og vera eins og hundur í bandi hjá örflokknum.

Formanni Sjálfstæðisflokksins varð tíðrætt um það á síðasta kjörtímabili að ríkisstjórn sem rúin væri trausti ætti að segja af sér.

Nú sitja þeir í ríkisstjórn sem er með rúmlega þriðjung fylgi samkvæmt könnunum og halda við völd flokki sem er fullkomlega rúinn öllu trausti.

Ef formaður Sjálfstæðisflokksins væri sjálfum sér samkvæmur þá myndi hann slíta þessu stjórarsamstarfi og stuðla að kosningum.

Umboð þessarar ríkisstjórnar er útrunnið.

Allt traust er gufað upp og þingmannafjöldinn úr öllu korti samkvæmt þeim veruleika sem blasir við.

En Sjálfstæðisflokknum er nauðsyn að vera við völd, og þeim er sama þó samstarfsflokkurinn sé handónýtur og rúinn trausti.

Þess vegna mun BB hanga á völdunum eins og hundur á roði, með aðstoð hins stórundarlega forsætisráðherra.


mbl.is 36,6% styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband