11 % örflokkur - næstu svik í undirbúningi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráherra, á von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu snemma á þessu ári. Utanríkisráðherra fagnar því og segist vilja klára málið sem fyrst.

_________________

Örflokkur með rauðvínsfylgi ætlar að svíkja þjóðina eina ferðinna enn og ákveða í reykfylltum bakherbergjum að afturkalla ESB umsóknina með formlegum hætti

Forsætisráðherra er meira að segja svo ósvífinn að hann lýgur því blákalt að málið sé á byrjunarreit af því svo langt sé um liðið að kaflar hafa fengið umræðu og afgreiðslu.

Forsætisráðherra á ekki að ljúga að þjóðinni og komast upp með það.

Bensíntitturinn úr Skagafirði virðst líta á sig sem almáttugan og hafi leyfi til að hunda ótvíræðan vilja þjóðarinnar hvað ESB varðar.

Smáflokkurinn Framsókn ætlar að troða sinni torfkofasýn ofan í kokið á þjóðinni.

Það verður stöðvað, smáflokkar og lítt skynsamir ráðamenn hans hafa ekki leyfi til að eyðileggja framtíð þjóðarinnar og hunsa lýðræðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Aulalegur er þessi pistill evrókratans fram úr hófi.

Framsóknarflokkurinn hefur á stefnuskrá sinni að hætta við ESB-umsóknina, þá sem Össur með ólögmætum hætti bar fram tvívegis við Evrópusambandið og fór fram hjá forseta Íslands í því efni og braut þannig 16.–19. grein stjórnarskrárinnar.

Höfða ætti mál gegn Össuri Sk. fyrir landsrétti vegna þess stjórnarskrárbrots.

Og það verður hið mesta fagnaðarefni, þegar þessi óværa, Össurar-umsóknin, verður tekin af baki þjóðarinnar. Samfylkingin, með 12,9% kjörfylgi eftir fjögurra ára reynslu þjóðarinnar af svikaferli hennar, hefur ekkert umboð til að stöðva löglega kjörin stjórnvöld í því að senda Össurar-umsóknina formlega á ruslahaug sögunnar.

Ísland fyrir Íslendinga, ekki fyrir Breta, Frakka og Spánverja né fyrir Evrópusambandið að ráðskast hér með landið og miðin!

Jón Valur Jensson, 5.1.2015 kl. 02:29

2 identicon

Svíar sýndu manndóm með því að gera samkomulag þvert á flokkalínur um að útiloka þeirra framsóknarflokk frá áhrifum í pólitík. Sú stefna virðist einnig vera enn sem komið er a.m.k. ofan á í öðrum Evrópulöndum.

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur í raun gert það sama með því að "frysta úti" borgarfulltrúa framsóknar.

Af hverju sýnir sjálfstæðisflokkurinn ekki þann manndóm að losa sig við framsókn úr ríkisstjórn og taka upp samstarf við Samfylkingu og Bjarta framtíð um stjórnarsamstarf fram að kosningum, sem yrðu síðar á þessu ári sem nú er nýhafið?

kv.

Móri (IP-tala skráð) 5.1.2015 kl. 08:07

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hræðslubandalag vinstri flokka og borgaralegra flokka gegn Svíþjóðardemókrötum mun fyrst og fremst vinna gegn þeim fyrrnefndu sjálfum (---> Borgaraflokkarnir sænsku gefa Svíþjóðardemókrötum einkaleyfi á stjórnarandstöðu til 2022; stefnt á yfir 100.000 innflytjendur á ári ).

Og ekki er fýsilegt fyrir Sjálfstæðisflokk, sem vill standa undir nafni, að fara í stjórnarsæng með ESB-viðhengjum Bjartrar framtíðar og hinum trausti rúnu Samfylkingarkrötum eftir fjögurra ára óstjórn þeirra, landssvik og stjórnarskrárbrot.

Jón Valur Jensson, 5.1.2015 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 818073

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband