25.3.2007 | 10:52
Byrjar rólega.
Íslandshreyfingin byrjar rólega og er í 5% og er á mörkunum við að ná inn manni. Talið hefur verið líklegast að þeir sæki fylgi til Frjálslyndra og VG sem er mjög lógiskt. Margrét er flóttamaður úr Frjálslyndum og tekur með sér og Ómar er táknmynd umhverfisbaráttunnar. Ég hélt nú satt að segja að þeir byrjuðu með meiri krafti en líklega er þetta búið að taka of langan tíma hjá þeim og hefur svolítið lyktað af vandræðagangi.
Mér þykir líklegt að þeir eigi enn eftir að manna lista í kjördæmum sumsstaðar og þess vegna hafi verið boðað til þessa fundar án þeirra. Aðstandendur hafa líklega fundið að þeir væru að falla á tíma og hafa ákveðið að spila út þessum millileik til að detta ekki út úr umræðunni. En þetta er ekki að marka hjá þeim enn...það verður ekki fyrr en fólk sér hvort þeir hafi náð einhverjum þungaviktarmönnum með sér í þessa krossferð.
Enn eru 40% sem ekki taka afstöðu og er það afar merkilega mikið. VG er að byrja að dala og ég hef það á tilfinningunni að eftir því sem óákveðnum fækkar dali þeir. Það er áhyggjuefni fyrir Sjálfstæðisflokk að mælast með 36 % fylgi og marga óákveðna. Samfylkingin skrapar enn botnin en lyftist þó ein flokka og ég trúi því að það gerist jafnt og þétt þegar fleiri gefa sig upp. Öfgar hægri vinstri fá sjaldan stórann stabba úr óákveðnum. Mér þykir líklegast að Frjálslyndir hverfi af þingi.
Kannski verða afleiðingar nýju framboðanna helstar að þau gefi núverandi ríkisstjórn að halda áfram. Það væri hörmuleg niðurstaða fyrir þá hugsjónamenn sem vilja annað og trúa því að leiðin til þess liggi í gegnum ný framboð. Það þarf ekki annað en skoða söguna að framboð í þessum anda gera ekkert annað en styrkja Sjálfstæðisflokkinn.
Íslandshreyfingin með 5% fylgi samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.