Nýtt upphaf í umhverfismálum við Eyjafjörð

Stefnumörkun Samfylkingarinnar á Akureyri í umhverfismálum á Eyjafjarðarsvæðinu er nú farin að koma í ljós. Eitt af stóru málunum okkar var að koma sorpmálum í farveg og höggva með því á þann hnút sem verið hefur í langan tíma. Samfylkingin á Akureyri var með það á stefnuskrá að segja Akureyri frá Sorpeyðingu Eyjafjarðar og taka með því það frumkvæði sem þurfti í þessum málaflokki. Stefnumálið fór síðan ínn í meirihlutasamkomulag Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og síðan hefur verið unnið að undirbúningi. Nú styttist í að fyrsti hluti þessarar áætlunar hefjist  og fyrsta skrefið er vinnsla á lífræna hluta sorpsins. Fleiri skref sem varða aðra þætti koma síðan í kjölfarið.

 

Í fyrradag var stofnað hlutafélagið Molta ehf. til undirbúnings byggingar jarðgerðarstöðvar á Eyjafjarðarsvæðinu. Öll sveitarfélög á svæðinu standa að verkefninu, sem og allir stærstu matvælaframleiðendur á svæðinu og fleiri aðilar. Með verkefninu er stigið stórt skref í þá átt að hætta urðun sorps á Glerárdal ofan Akureyrar og koma sorpmálum Eyjafjarðarsvæðisins í heild í nýjan framtíðarfarveg.

 

Raunhæft þykir að miða við að nýja stöðin geti tekið til starfa vorið 2008, jafnvel fyrr, og er reiknað með að strax í byrjun verði unnið úr 10.000 tonnum af lífrænum úrgangi á ári. Lífrænn úrgangur svarar til um 60% af þeim úrgangi sem nú fer í urðun af svæðinu þannig að segja má að á síðari árum hafi ekki verið stigin öllu stærri skref í umhverfismálum svæðisins. Kostnaður við verkefnið í heild, þ.e. vélbúnað og hús, er áætlaður um 350 milljónir króna.

 

Þetta er hluti af þeirri tilkynningu sem gefin var út í tengslun við stofnun hlutafélagins Molta ehf. sem er að hefja starfssemi. Nú hillir undir nýja tíma í umhverfismálum við Eyjafjörð og því ber að fagna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta er afar gott mál og löngu tímabært. Ég vona að umhverfismálin við Eyjafjörð fari nú að komast í góðan farveg. Já félagi Jón það er ég búinn að gera fyrir alllöngu....eiginlega strax og ég sá þennan samning.

Jón Ingi Cæsarsson, 25.3.2007 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 818129

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband