Geir Haarde fundinn.

Jæja...þá er málgagn Sjálfstæðisflokksins búið að finna formann sinn. Hinn ótrúverðugi blaðamaður Agnes Bragadóttir (hún bjó til skrökfrétt um Samfylkinguna í pólitísku tilgangi) komin í pr. hlutverk fyrir flokkinn sinn fyrir kosningarnar. Undarlegt þegar blaðamenn fara í þennan gírinn...minnir svolítið á Einar Olgeirsson á hinum vængnum á Þjóðviljanum í gamla daga en hvað með það. Sjálfstæðisflokkurinn svífst einskis fyrir völdin og hugsjónir og siðareglur eru líklega bara til viðmiðunar.

Geir telur stjórn Samfylkingar og VG versta kostinn. Ég veit ekki hvort það er verri kostur en t.d. stjórn VG og Sjalla. Það væri ávísun á stöðnun að stetja saman í stjórn gamla afturbatakomma með skrárargatslífssýn og íhaldsflokk sem er helsti hagsmunagæsluflokkur hinna ríku. Ef þessir flokkar færu saman í stjórn er ljóst að ekkert gerðist í Íslensku þjóðfélagi til framþróunar. Við færum ekki í endurskoðun utanríkis og varnarmála, kannski segðum við bara upp EES samningnum, landbúnaðarmálin stæðu kyrr, bjórinn yrði bannaður og Heimadallur yrðu sérstök stjórnmálasamtök sem byðu fram sér.

Nei Geir Haarde..ég held að stjórn ihaldsaflanna ysta hægri og ysta vinstri yrði okkar versti kostur. Ísland þarf ekki kyrrstöðustjórn með íhaldssemi að leiðarljósi árið 2007.


mbl.is Geir H. Haarde telur samstarf Samfylkingar og VG versta kostinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Það er eðlilegt að Geir telji þetta versta kostinn - það myndi þýða að hann og Sjálfstæðisflokkurinn væru út í kuldanum..... En mikið ofboðslega yrði það mikið lán fyrir íslensku þjóðina

Og talandi um að eigendur Baugs notfæri sér sína miðla..... er ekki áróðurstefna Morgunblaðsins fyrir Sjálfstæðisflokkinn að verða dálítið meir en góðu hófi gegnir hjá fjölmiðli sem segist vera hlutlaus í einu og öllu? þetta er bara pínlegt, ekki satt?

Páll Jóhannesson, 24.3.2007 kl. 00:04

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jón Kristófer. Agnes Bragadóttir skrökvaði því á forsíðu Moggans að Össur hefið gengið gegn formanni sínum og þingflokki með að halda blaðamannafund um auðlindafrumvarpið. Það hefur nú verið borið til baka og frétt Agnesar var rakalaus pólitískur þvættingur byggð á ósannindum og skáldskap. Það er voðalega lítið fínt hjá alvörublaðamanni sem vill láta kalla sig það.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.3.2007 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 818122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband